Í desember 2022 kom út handbók um sýningargerð og varðveislu eftir forvörðin, Nathalie Jacqueminet. Bókin er í tveimur hlutum.

Í fyrri hlutanum er farið yfir atriði sem skipta máli í undirbúnings ferli sýninga. Þar er markmiðið að skoða hvernig hægt er að sýna safngripi á ábyrgan hátt og draga úr hættu á varanlegum skemmdum.

Í seinni hlutanum er um einskonar myndasafn að ræða. En höfundur bókarinnar hefur tekið ljósmyndir jafnt og þétt sl. 20 ár með það í huga að nota í fræðslutilgangi til að skoða það sem vel er gert og því sem mætti betur fara eða einfaldega til innblásturs.

Í inngangi að bókinni segir Nathalie að markhópur bókarinnar sé fjölbreyttur, svo sem starfsmenn safna, sýningarhöfundar, verkefnastjórar sýninga, hönnuðir, forverðir, arkitektar, ljósameistarar, listamenn, starfsmenn leikhúsa og háskólanemar í þessum fögum.