Fundargerð 104. fundar safnaráðs –

15. júní 2011, kl. 12:15 – 14:15, skrifstofu þjóðminjavarðar Setbergi

Viðstödd: Margrét Hallgrímsdóttir formaður, Helgi Torfason, Halldór B. Runólfsson, Guðný Dóra Gestsdóttir, Jenný Lind Egilsdóttir, Rakel Halldórsdóttir og Ágústa Kristófersdóttir (framkvæmdarstjórar safnaráðs). Gestir á fundinum: Halldóra Hreggviðsdóttir og Jón Pálmi Guðmundsson.

1. Málefni til umræðu og ákvörðunar:

1.0.Fundargerð 103. fundar samþykkt og undirrituð.

1.1.  Skýrsla framkvæmdastjóra:  Íslenski safnadagurinn 2011. Eftir samráð við söfn var ákveðið að sleppa því að auglýsa daginn í prentmiðlum í ár. Í stað þess verða keyptar samlesnar auglýsingar á Rúv og Bylgjunni, fréttatilkynningar sendar út og vefsíðan www.sofn.is (Opnast í nýjum vafraglugga) opnuð með upplýsingum um þátttakendur. Bréf til bæjarráðs Fljótsdalshéraðs: efni svarbréfs kynnt, þar sem misskilningur í bréfi sveitarstjórnar er leiðréttur. Svarbréf til Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna vegna erindis varðandi forvörslustyrk 2011: Safninu er bent á að sækja um aftur fyrir árið 2012. Umsögn safnaráðs um frumvarp til laga um Landsbókasafn: Safnaráð gerir ekki athugasemdir við frumvarpið. Umsóknareyðublað í  safnasjóð 2011:  Þjónustu EC-hugbúnaðar hefur verið ábótavant. Fundað var með starfsmanni EC-hugbúnaðar vegna eyðublaðisins og verða gerðar lagfæringar á því í samræmi við athugasemdir safnaráðs. Lénin sofn.is og museums.is til safnaráðs: gengið hefur verið frá kaupum á lénunum og verða þau komin í gagnið fyrir íslenska safnadaginn. Safnabókin 2011: Verður dreift fyrir 1. júlí. Tengiliðir safnaráðs á landsbyggðinni (1 í hverjum landshluta) (munnlegt): Skoða hvort menningarfulltrúar geti tekið þetta hlutverk að sér. Samræmd safngestakönnun – staða: verður lögð fyrir 1. júlí.

1.2. Kynning Jóns Pálma Guðmundssonar á möguleikum á starfsemi á sviði sýninga- og safnamála á  Urriðaholti. Jón Pálmi ásamt Halldóru Hreggviðsdóttur frá Alta kynnti skipulag svæðisins og hugmyndfræði ásamt hugmyndum um mögulegt safn eða sýningastarfsemi á svæðinu.

1.3. Vefsíða – nýtt útlit og sofn.is – nýtt útlit: Hugmyndir hönnuðar að nýju útliti vefsíðu safnaráðs og síðunnar söfn.is kynntar. Rætt um útlit, fá nýjar tillögur og kanna hvort hægt sé að útfæra Íslandskortið betur og helst tengja það við kortagrunn þar sem hægt er að fá upplýsingar um leiðir að söfnunum.

2. Erindi til umræðu og ákvörðunar.

2.1. Umsókn um útflutning menningarverðmæta. Umsókn Margrétar Sigurgeirsdóttur um útflutning menningarverðmæta. Umsagnar óskað hjá Listasafni Íslands. Umsögn Listasafns Íslands jákvæð. Leyfi til útflutnings veitt.

2.2. Umsókn um útflutning textílsýna til rannsóknar. Umsókn Michele Hayeur Smith um útflutning textílsýna. Umsagna óskað hjá Þjóðminjasafni og Fornleifavernd. Umsögn Þjóðminjasafns jákvæð. Umsögn Fornleifaverndar jákvæð. Leyfi til útflutnings veitt.

2.3. Mennta- og menningarmálaráðuneyti óskar eftir afstöðu safnaráðs um kæru Veiðisafnsins vegna afgreiðslu umsóknar í safnasjóð 2011. Samþykkt voru drög að afstöðu, þar sem ákvörðun ráðsins er studd með vísun í launaviðmið í úthlutunarreglum safnasjóðs.

2.4. Umsagnar safnaráðs óskað um umsókn Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar um stofnstyrk vegna Listasafns Svavars Guðnasonar. Umsókn Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar (teikningar í einriti á fundi). Athugasemdir Framkvæmdasýslu ríkisins og Fasteigna ríkissjóðs.Hugmynd að umsögn safnaráðs. Samþykkt með fyrirvara um nánari upplýsingar.

3. Önnur mál.

Næsti fundur samkvæmt áætlun 25.08.2011 kl 12:15, fundi slitið kl. 14:15/ÁK