Fundargerð 100. fundar safnaráðs – 27. janúar 2011, kl. 13:00 – 15:00, Þjóðminjasafni Íslands

Viðstödd: Margrét Hallgrímsdóttir formaður, Halldór B. Runólfsson, Helgi Torfason, Guðný Dóra Gestsdóttir, Jenný Lind Egilsdóttir, Rakel Halldórsdóttir og Ágústa Kristófersdóttir (framkvæmdastjórar safnaráðs).

1. Málefni til umræðu og ákvörðunar:

1.0.Fundargerð 99. fundar samþykkt og undirrituð.

1.1.  Skýrsla framkvæmdastjóra:  Rakel Halldórsdóttir óskaði eftir því að vera áfram í hálfu starfi í 6 mánuði til viðbótar (eða út október 2011) og nýta rétt sinn til foreldraorlofs á móti. Formaður mun fara yfir málið og gefa svar fyrir næsta fund. Dreifimiði vegna inn- og útflutnings menningarverðmæta: Samþykkt var að lesa yfir miðann og tryggja að texti hans sé hlutlaus komi til lagabreytinga þar sem framkvæmd laga um inn- og útflutning menningarverðmæta flyst frá safnaráði. Samþykkt var að prenta 10.000 eintök af miðanum (hugsanlega með viðbótum). Lögð var áhersla á mikilvægi þess að leitað verði tilboða í prentun miðans og tryggt verði að valin prentsmiðja sé aðili að rammasamningum Ríkiskaupa. Greinargerð um nýtingu styrkja: Enn eiga nokkur söfn eftir að skila greinargerðum vegna nýtingar styrkja 2010. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar sótti um frest til nýtingar styrks. Frestur hefur verið veittur. Fjárlög 2011: Safnasjóður fær 96,3 millj. á fjárlögum 2011, um er að ræða um 1% hækkun frá fyrra ári (94,4 millj. 2010) . Samræmd safngestakönnun: Niðurstöður seinni hluta könnunarinnar hafa verið birtar á vefsíðu safnaráðs. Frkv.stjórar munu ákveða framhald með stýrihóp. Stundakennsla við HÍ: Í samræmi við síðustu ár var RH í janúar með fyrirlestur um safnasjóð, safnaráð og safnalög á námskeiðinu Faglegt starf safna í safnafræði við HÍ. Höfundarréttarmál: Samráðsfundur safnaráðs og Listasafns Íslands um höfundarréttarmál á söfnum verður haldinn í Listasafni Íslands 16. febrúar kl. 10-12. Á fundinum munu frkv.stjórar safnaráðs, forsvarsmenn Listasafns Íslands og annarra listasafna í landinu fjalla um rafræna myndbirtingu. Varamaður Sambands íslenskra sveitarfélaga: JLE mun leita eftir því við SÍS að varamaður verði tilnefndur og koma þeirri tilnefningu til mennta- og menningarmálaráðuneytis. Safnabókin 2011: Samningur hefur verið undirritaður. Umsóknir í safnasjóð 2011: Unnið er að tillögu að úthlutun. Fkv.stjórar áttu fund með EC-hugbúnaði þar sem farið var vandlega yfir vandamál sem upp hafa komið og lausnir ræddar. Vorfundur höfuðsafna 2011. Samþykkt var að halda vorfund höfuðsafna 2011 dagana 3. og 4. maí. Fjallað verður sameiginlega um sameiginleg málefni s.s. safnaráð, safnalög og safnafræði auk þess sem höfuðsöfnin munu fjalla um málefni á sínu sviði. Send verður tilkynning á Safnlistann varðandi fundinn. Samþykkt var að söfnum yrði gefinn kostur á að sækja um ferðastyrk til fundarins, einn styrk á safn.

1.2. Fundaáætlun 2011: Fundaáætlun fyrir árið 2011 var samþykkt. Samþykkt var að hefja fundi ráðsins almennt framvegis kl. 12:15 og ljúka kl. 14:15. Fundarboð verði jafnframt send út með dagbókarfærslu.

2. Erindi til umræðu og ákvörðunar.

2.1. Umsókn Guðrúnar Sveinbjarnardóttur um framlengingu á leyfi til útflutnings textíla til rannsóknar erlendis. Leitað var umsagna hjá Þjóðminjasafni Íslands og Fornleifavernd ríkisins. Umsagnir voru jákvæðar. Framlengt leyfi hefur verið útgefið.

2.2. Umsókn Sigurjóns Baldurs Hafsteinssonar um styrk vegna Master Class í safnafræði. Samþykkt var að vísa á höfuðsöfnin í þessu samhengi.

2.3. Umsókn Völu Garðarsdóttur um tímabundinn útflutning dýrabeina í rannsóknarskyni. Leitað var umsagna hjá Þjóðminjasafni Íslands og Fornleifavernd ríkisins. Umsagnir voru jákvæðar. Leyfi hefur verið útgefið.

2.4. Óskað eftir tilnefningu fulltrúa safnaráðs í stjórn Rannsóknarseturs í safnafræði. Samþykkt var að tilnefna Margréti Hallgrímsdóttur, formann ráðsins (þar til formannsskipti verða).

2.5 Yfirfarnar stofnskrár til staðfestingar hjá safnaráði. Málinu frestað.

3. Önnur mál

3.1. Næsti fundur: Úthlutunarfundur 2011 var ákvarðaður 24. febrúar kl. 12:15-17:15.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 15:00/RH