Fundargerð 102. fundar safnaráðs –

31.mars 2011, kl. 13:00 – 15:00, Þjóðminjasafni Íslands

Viðstödd: Margrét Hallgrímsdóttir formaður, Halldór B. Runólfsson, Helgi Torfason, Guðný Dóra Gestsdóttir, Rakel Halldórsdóttir og Ágústa Kristófersdóttir (framkvæmdarstjórar safnaráðs).

1. Málefni til umræðu og ákvörðunar:

1.0.Fundargerð 100. fundar samþykkt og undirrituð.

1.1.  Skýrsla framkvæmdastjóra:  RSS straumur á síðu safnaráðs. Nú er hægt að gerast áskrifandi að uppfærslum á síðu safnaráðs. Byggingarlistardeild Listasafns Reykjavíkur – upplýsingar um framtíð safnkost: Samþykkt var að senda Listasafni Reykjavíkur fyrirspurn um framtíð safnkosts Byggingarlistardeildar Listasafnsins í ljósi þess að starfsmanni deildarinnar hefur verið sagt upp störfum. Vorfundir höfuðsafna – dagskrá safnaráðs: Farið yfir dagskrána. Fyrirkomulag á skrifstofu næstu mánuði: Rakel verður í hálfu starfi fram á haust og Ágústa mun leysa hana af til 30. ágúst. Samræmd safngestakönnun: Unnið er að framkvæmd könnunar sumarið 2011. Áætlað er að leggja könnunina fyrir í júlí en að hún verði styttri en í fyrra og komist fyrir á einu A4 blaði, spurningarnar verði ekki fleiri en 12 og kostnaður safnaráðs fari ekki yfir 500.000. Höfundaréttarmál safna – staða: Halldór Björn Runólfsson ætlar að ræða við formann Myndstefs og verður framhaldið ákveðið út frá niðurstöðu þess samtals. Þjónustusamningur safnaráðs og Þjóðminjasafns Íslands 2011: Búið er að ganga frá samningnum og senda beiðni um greiðslu til ráðuneytis. Bréf frá sveitarfélaginu Garði – afgreiðsla umsóknar: Þakkarbréf vegna úthlutunar úr safnasjóði barst úr Garðinum. Heimsókn á Hnjót 7. og 8. apríl: Margrét og Ágústa munu fara vestur á Patreksfjörð og hitta stjórn minjasafnsins, sveitarstjóra og safnstjóra auk þess að heimsækja safnið að Hnjóti.

1.2. Tillaga að bréfi til fjárlaganefndar: Bréf samþykkt á fundinum. Vísað í skýrslu ríkisendurskoðunar.

1.3. Nýtt útlit vefsíðu safnaráðs: nokkrar tillögur skoðaðar, lagt til að bætt verði við myndum og litir settir í kort ásamt því að letur verði stækkað. Athugað verði að gamlar fréttir séu aðgengilegar á sérstakri síðu.

1.4. Tillaga um starfsþjálfun nemanda í safnafræði hjá safnaráði: Samþykkt að ráða Þóru Björk Ólafsdóttur í starfsþjálfun í september, hún mun jafnframt sitja fundi ráðsins.

2. Erindi til umræðu og ákvörðunar.

2.1. Umsagnar óskað um þingsályktunartillögu um stofnun Náttúruminjasafns Íslands á Selfossi: Í umsögn er bent á að Náttúruminjasafn Íslands sé þegar starfandi samkvæmt lögum.

2.2. Málefni Minjasafns Egils Ólafssonar á Hnjóti:  Umsögn um útvistun á rekstri kaffistofu send þar sem tekið er fram að nauðsynlegt sé að stofna ekki öryggi safnkosts í hættu og að farið skuli að lögum og siðareglum.

2.3. Úthlutun 2011. Erindi frá Veiðisafninu og Safnasafninu í kjölfar úthlutunar 2011. Hönnunarsafn Íslands verkefnastyrkir: Svarbréf til Safnasafns og Veiðisafns samþykkt á fundinum, vísað í úthlutunarreglur og reiknireglu safnasjóðs. Vegna tæknilegra vandamála hafði Hönnunarsafnið fengið úthlutað verkefnastyrkjum samkvæmt umsókn 2010, það var leiðrétt miðað við umsókn 2011.

3. Önnur mál

3.1.  Taflmenn sem notaðir voru í einvígi Fischer og Spassky seldir úr landi: Rætt um uppboð á taflmönnum sem notaðir voru í einvíginu 1972, málið kom til umsagnar á Þjóðminjasafni sem taldi ekki forsendur til að stöðva útflutning þar sem aðaltaflboðrið ásamt taflmönnunum sem voru opinberir taflmenn einvígisins eru varðveittir í Þjóðminjasafni.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 15:00/ÁK