Fundargerð 63. fundar Safnaráðs, 22. október 2007, kl. 15:00 – 16:30
Þjóðminjasafni Íslands v. Suðurgötu, 101 Reykjavík

Viðstödd voru: Margrét Hallgrímsdóttir formaður, Halldór Björn Runólfsson, Helgi Torfason, Karl Rúnar Þórsson, Sveinn Kristinsson, Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir

1. Fundargerð 62. fundar samþykkt og undirrituð.

2. Skýrsla framkvæmdastjóra. Frkvstj. skýrði frá starfi síðasta fundar.
Samráðsverkefnið Aðgengi fyrir alla. Markmið verkefnisins er að bæta aðgengi að söfnum landsins. Skipaðir verða starfshópar um landið sem skoða aðgengi valinna sérhópa að nokkrum söfnum. Starfshópar kynni niðurstöðu vinnu sinnar á málþingi sem haldið verður í Reykjavík vorið 2008. Fyrirlestrarnir verða gefnir út af Safnaráði. Á slóðinni http://www.kulttuuriakaikille.fi/se.php?k=“11481 má lesa um niðurstöður heimsóknar 3ja blindra/sjónskertra barna í grunnsýningu Þjóðminjasafns Íslands. Safnaráð samþykkti að frkvstj. færi af stað með verkefnið.
Heimasíða Safnaráðs. Verið er að vinna í heimasíðunni og vonir standa til þess að nýtt útlit og www.safnastarf.is/ (Opnast í nýjum vafraglugga) verði komið í gagnið fljótlega. Safnaráð samþykkti að tryggja ráðinu lénið: www.safnaráð.is (Opnast í nýjum vafraglugga).
Útflutningur menningarminja frá Hrísbrú. Jesse Byock hefur fengið leyfi til þess að flytja mennigarminjar til rannsókna hjá Cotsen Institute of Archaeology. Allar minjar frá Hrísbrú sem fluttar hafa verið erlendis á síðust árum eiga að vera komnar aftur til Íslands eigi síðar en 1. september 2008. Skýrsla um heimkomnar fornminjar á að berast skrifstofu Safnaráðs fyrir sama tíma. Safnaráð samþykkti að frkvstj. boðaði til fundar fulltrúa Þjóðminjasafns, Fornleifaverndar og Náttúrufræðistofnunar til þess að ræða framkvæmd á útgáfu leyfa til útflutnings menningarminja.

3. Breyttur fundatími Safnaráðs og fundaáætlun til 6 mánaða.  Í framhaldi af umræðum síðasta fundar um fundartíma Safnaráðs var ákveðið að samþykkja til reynslu nýjan fundartíma kl 15:00-16:30. Ný fundaráætlun Safnaráðs til 6 mánaða var ákveðin sem hér segir: mánudaginn 12. nóvember, fimmtudaginn 13. desember, þriðjudaginn 15. janúar 2008 og fimmtudagana 14. febrúar, 13. mars og 17. apríl. Úthlutunarfundur var ákveðinn föstudaginn 1. febrúar 2008 kl 12:00-17:00.

4. Samantekt á vinnufundi. Dregin saman helstu atriði þeirra umræðna sem fóru fram á vinnufundi Safnaráðs fyrr um daginn. Frkvstj. falið að vinna tillögur að verklagsreglum sem lagðar verða fyrir Safnaráð á næstu fundum.

5. Erindi frá menntamálaráðuneyti. Stofnskrá fyrir Hönnunarsafn Íslands í Garðabæ. Safnaráð fjallaði um erindið og samþykkti stofnskránna.

6. Erindi – Tæknisafn Íslands, undirbúningsnefnd. Valdimar Össurarson leitaði álits Safnaráðs á hugmynd um Tæknisafn Íslands. Safnaráð fjallaði um erindið og var frkvstj. falið að skrifa svarsbréf þar sem fram kemur að Safnráð telur að fyrirhugað Tæknisafn flokkist sem setur eða sýning og leggur til að starfseminni verði valið nafn sem endurspegli fyrirhugaða starfsemi. 

7. Erindi frá Myndstefi um aðkomu Safnaráðs við gerð grunnsamnings um höfundarréttarmál fyrir íslensk söfn. Safnaráð fjallaði um málið sem það telur vera brýnt. Ákveðið var að beina því til menntamálaráðuneytis að mótuð verði stefna um höfundarréttamál safna og að ráðuneytið skipi starfshóp til þess að fjalla um málið skipað fulltrúum ráðuneytis og viðkomandi stofnana sem málið varðar. Framkvæmdastjóra farlið að sjá um það.

8. Næsti fundur og önnur mál.
? Aðild Safnaráðs að ICOM. Safnaráði hefur borist jákvætt svar frá menntamálaráðuneyti við fyrirspurn um aðild Safnaráðs að ICOM. Ákveðið var að Safnaráð sæki um aðild að ICOM.

Næsti fundur ráðsins verður í samræmi við fundaráætlun haldinn mánudaginn 12 nóvember n.k. kl. 15:00-16:30.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 16:15/AÞÞ