Fundargerð 58. fundar Safnaráðs, 4. apríl 2007, kl. 11:30 – 13:30, Listasafni Íslands, Laufásvegi 12, 101 Reykjavík
Viðstödd voru: Margrét Hallgrímsdóttir, Jón Gunnar Ottósson, Halldór Björn Runólfsson, Karl Rúnar Þórsson, Rakel Halldórsdóttir, Lilja Árnadóttir (viðstödd hluta fundarins).
1. Fundargerðir 56. fundar var samþykk og undirrituð. Lokið verður við undirritun fundargerðar 57. fundar á næsta fundi.
2. Skýrsla framkvæmdastjóra. Málþing Safnaráðs um rafrænt aðgengi að menningararfi og náttúruminjum 14. mars 2007 gekk vel og var mæting góð. Vonir eru bundnar við að málþingið eigi þátt í að ýta undir frekari umræðu og þróun á þessu sviði. Umsókn John Steinberg um leyfi til útflutnings menningarverðmæta, frá 2005. Rætt var um erindi sem barst Safnaráði 2005, ósk um leyfi til útflutnings menningarverðmæta, en ekki hefur náðst samband við sendanda erindisins og óvíst hvort af útflutningi varð, en leyfi var ekki veitt þar sem upplýsingar voru ófullnægjandi. Frkv.stj. var falið að reyna áfram að ná sambandi við sendanda erindis. Nýr formaður Safnaráðs, varaformaður og aðalfulltrúi höfuðsafns á sviði lista. Nýr formaður Safnaráðs er Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður, en er hún skipuð formaður frá 1. mars 2007 – 1. nóvember 2009. Margrét var áður formaður Safnaráðs 15. september 2001 – 19. janúar 2004. Nýr varaformaður frá 1. mars 2007 – 1. nóvember 2009 er Karl Rúnar Þórsson, formaður Félags íslenskra safna og safnmanna. Nýr aðalfulltrúi höfuðsafns á sviði lista er Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, skipaður fyrir sama tímabil.European Museum of the Year Award 2008. Skilað hefur verið inn tilnefningargögnum vegna tilnefningar Minjasafns Reykjavíkur fyrir Landnámssýninguna 871 +/-2 til evrópsku safnaverðlaunanna 2008. Fulltrúar dómnefndar samkeppninnar munu heimsækja safnið síðar á árinu.Safnafræði við HÍ. Samstarfshópur um uppbyggingu meistaranáms í safnafræði við HÍ, sem frkv.stj. stýrir, hefur sent stjórn HÍ erindi þar sem óskað er eftir því að Háskóli Íslands setji námið af stað. Var þetta ákveðið í framhaldi af samningi milli menntamálaráðuneytis og HÍ um kennslu og rannsóknir, en samningurinn kveður á um 300 millj. kr. hækkun á framlögum til HÍ 2007 og 640 millj. kr. hækkun á ári næstu ár. Erindið er enn til umfjöllunar hjá stjórn háskólans.
3. Fundaáætlun 2007. Fundaáætlun 2007, sem staðfest var rafrænt, var samþykkt með lítilsháttar breytingu.
4. Aðalfundur European Museum Forum 2007 í Alicante í maí. Rædd var tillaga um að formaður Safnaráðs sæki fundinn í stað framkvæmdastjóra, sem er formlegur tengiliður EMF á Íslandi. Samþykkt var að senda formann Safnaráðs á fundinn.
5. Verklagsreglur fyrir útflutning menningarverðmæta. Kynntar voru endurskoðaðar verklagsreglur fyrir útflutning menningarverðmæta, í samræmi við ákvörðun 57. fundar.
6. Vefsíða Safnaráðs – niðurstaða starfshóps. Framkvæmdastjóri kallaði á fund starfshóp um endurskoðun vefsíðu Safnaráðs, en hann er skipaður sérfræðingum nokkurra safna á sviði miðlunar og fræðslu. Eftirfarandi mættu: Rakel Pétursdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Listasafni Íslands, Sigrún Kristjánsdóttir, fagstjóri safnfræðslu Þjóðminjasafni Íslands, Ólöf K. Sigurðardóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Listasafni Reykjavíkur, Sigrún Ásta Jónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar og Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir sem leysa mun frkv.stj. af í barnsburðarleyfi. Fjallað var um fyrirhugaðar breytingar á skrá yfir stofnanir í safnastarfi á vefsíðu Safnaráðs í samræmi við niðurstöðu 57. fundar. Starfshópurinn lagði til að sérstök slóð verði fyrir þessa skrá, sem verði einnig aðgengileg utan vefsíðu Safnaráð. Vefslóðin verði grípandi slagorð (dæmi: www.sofnfyriralla.is). Safnaráð samþykkti hugmyndina.
7. Skýrgreiningar og siðareglur ICOM. Lilja Árnadóttir, formaður Íslandsdeildar ICOM (International Council of Museums) skýrði frá starfsemi ICOM. Vilji er til að efla tengslin við ICOM og skýra og efla hlutverk ICOM sem leiðarvísi í safnastarfi, með það að markmiði að efla faglegt safnastarf í landinu. Framkvæmdarstjóra var falið að ræða við Íslandsdeildina um útfærslu á nánara samstarfi. Farið verði meðal annars yfir hvort ástæða sé til að Safnaráð leitist eftir því að fá stofnanaaðild að ICOM, ef svo ber undir hafi frkv.stj. í framhaldi samband við menntamálaráðuneytið, sem tekur ákvörðun um slíka aðild.
8. Náttúrusöfn – umsóknir um verkefnastyrk í Safnasjóð 2006 og 2007 vegna skráningarkerfis fyrir náttúrugripasöfn. Skv. ákvörðun 57. fundar var samþykkt að fela Náttúrufræðistofnun Íslands að koma með tillögu til Safnaráðs um farveg fyrir verkefnið. Tillaga Náttúrufræðistofnunar var rædd, en gerir hún ráð fyrir áframhaldandi þróun verkefnisins og styrkveitingu Safnaráðs til þess. Framkvæmdastjóra var falið að koma á fundi með forsvarsmönnum Náttúrufræðistofu Kópavogs, sem sóttu um verkefnastyrk fyrir hönd náttúrugripasafna á þessu ári og fulltrúa Náttúrufræðistofnunar, til að ræða verkefnið og skilyrði fyrir styrkveitingu. Safnaráð samþykkti að veita verkefninu brautargengi með styrkveitingu að því tilskyldu að skilyrði ráðsins fyrir styrknum verði uppfyllt, en þau fela í sér að um verði að ræða samstarfsverkefni allra náttúrugripasafna í landinu sem miði að þróun samræmds skráningarkerfis fyrir þessi söfn og að skilað verði inn nýrri umsókn með verk- og kostnaðaráætlun sem ráðið samþykki. Jafnframt verði, í samræmi við ákvæði úthlutunarreglna Safnaráðs, skýrslu skilað um nýtingu fjármunanna og árangur. Málið verður lagt til endanlegrar samþykktar á fundi ráðsins þegar tilskilin gögn liggja fyrir.
9. Næsti fundur og önnur mál.
Næsti fundur skv. nýrri fundaáætlun er 9. maí n.k.
Önnur mál:
- Erindi formanns bæjarráðs Hveragerðisbæjar vegna niðurlagnar Minjasafns Kristjáns Runólfssonar. Kristján Runólfsson hefur í hyggju að selja safngripi Minjasafnsins á opnum markaði og óskar Hveragerðisbær eftir stuðningi Safnaráðs við að bjarga þeim menningarverðmætum sem um ræðir. Framkvæmdastjóra var falið að afla nánari upplýsinga um málið og beina því til Byggðasafns Árnesinga að mikilvægt væri að safnið beitti sér í lausn þessa máls með kaupum á safnkostinum eða með öðrum hætti.
- Erindi vegna Byggðasafns Vestmannaeyja. Kynnt var erindi safnstjóra Byggðasafns Vestmannaeyja, en yfir standa umfangsmiklar skipulagsbreytingar á Safnahúsi Vestmannaeyja og óvíst er um framtíð Byggðasafnsins. Safnaráð mun fylgjast með þróun málsins.
Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 13:30/RH