Fundargerð 29. fundar Safnaráðs 23. apríl 2004, kl. 11:30-13:30,  Listasafni Íslands, Laufásvegi 12, 101 Reykjavík

Viðstödd voru:  Ólafur Kvaran,  Margrét Hallgrímsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Sigrún Ásta Jónsdóttir og Rakel Halldórsdóttir.

1.     Fundargerðir 27. og 28. fundar voru samþykktar og undirritaðar.

2.      Skýrsla framkvæmdastjóra.  Frkv.stj. skýrði frá starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.  Frkv.stj. mun heimsækja Kulturarvsstyrelsen í Kaupmannahöfn dagana 28. til 30. apríl, til að fræðast um framkvæmd Dana á dönsku safnalögunum, skilgreiningar í tengslum við safnalögin, úthlutunarkerfi Dana v. ríkisstyrkja til safna o.fl..  Samþykkt var að óska eftir kennitölu til handa Safnaráði þar sem komið hafa upp vandkvæði þar að lútandi við daglegan rekstur stofnunarinnar.  Samþykkt var að keyptur yrði farsími fyrir framkvæmdastjóra til að nýta í starfinu.

3.      Viðbrögð við úthlutun 2004.  Fjallað var um erindi Listasafns Reykjavíkur, Minjasafns Reykjavíkur, Ljósmyndasafns Reykjavíkur, Leikminjasafns Íslands, Listasafns ASÍ, Sveinssafns, Nonnahúss, Rjómabúsins á Baugsstöðum og bréf frá menningarfulltrúa Akureyar v. Listasafns Akureyrar.   
Afgreidd voru erindi Listasafns Reykjavíkur, Minjasafns Reykjavíkur, Ljósmyndasafns Reykjavíkur, Leikminjasafns Íslands, Sveinssafns, Nonnahúss og Rjómabúsins á Baugsstöðum.  Samþykkt var, m.t.t. nýrra upplýsinga, að veita Listasafni Reykjavíkur 700 þús. kr. verkefnastyrk.  Samþykktur var rökstuðningur v. erinda Minjasafns Reykjavíkur og Ljósmyndasafns Reykjavíkur.  Samþykkt var, m.t.t. nýrra upplýsinga að veita Leikminjasafni Íslands 1500 þús. kr. rekstrarstyrk.  Samþykkt var, m.t.t. nýrra upplýsinga, að Nonnahús og Sveinssafn féllu undir safnalög og ákveðið að veita hvorri stofnun 200 þús. kr. verkefnastyrk.  Samþykktur var rökstuðningur v. erindis Rjómabúsins á Baugsstöðum.   Ákveðið var að afla nánari upplýsinga og fresta afgreiðslu erindis Listasafns ASÍ og málefnis Listasafns Akureyrar til næsta fundar.  

4.      Afgreiðsla styrkja.  Samþykkt var að halda núverandi formi á greiðslu styrkja.

5.      Nodem ráðstefna á Íslandi 2005.  Samþykkt var að vísa ósk FÍSOS um samstarf v. Nodem ráðstefnu á Íslandi 2005 til Listasafns Íslands og Þjóðminjasafns Íslands.  Var verkefnið talið of umfangsmikið fyrir skrifstofu Safnaráðs, sem hefur einn starfsmann.

6.      Samstarf Safnaráðs við Hagstofu um tölfræðiskráningu um söfn.  Samþykkt var að efla upplýsingaflæði milli Safnaráðs og Hagstofu.

7.      Talsmaður EMF á Íslandi. Samþykkt var að vísa málinu til Félags íslenskra safna og safnmanna.

8.      Leiðbeiningar um sjálfsmat safna.  Samþykkt var að kynna leiðbeiningarnar á heimasíðu Safnaráðs. 

9.      Næsti fundur og önnur mál.  Ekki voru önnur mál til umfjöllunar.  Næsti fundur skv. fundaáætlun er 27. maí en samþykkt var að funda næst fyrstu vikuna í maí.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 13:30/RH