Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 kl. 15.00-17.00
Staðsetning fundar: Safnahúsið, Hverfisgötu 

Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir varaformaður, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Inga Lára Baldvinsdóttir og Hlynur Hallsson.  

Fyrir hönd höfuðsafna sátu fundinn: Fyrir Listasafn Íslands: Ingibjörg Jóhannsdóttir; fyrir Þjóðminjasafn Íslands: Harpa Þórsdóttir; fyrir Náttúruminjasafn Íslands: Hilmar Malmquist. 

Starfsfólk safnaráðs: Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri sem ritar fundargerð og Klara Þórhallsdóttir. 

1.   Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi. 
  2. Úthlutunarboð vegna aðalúthlutunar safnasjóðs 2024 fór fram í Safnahúsinu við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni þriðjudaginn 23. janúar í kjölfar janúar-fundar höfuðsafna og safnaráðs. Lilja Alfreðsdóttir, menningarráðherra veitti styrki til styrkþega og góður rómur gerður að því að úthlutun var svona snemma á árinu. 
  3. Sagt af yfirfærslu upplýsingatækni safnaráðs til Umbru. 
  4. Nýtt verkferli vegna skilaskýrslna vegna styrkja úr safnasjóði kynnt fyrir fundinum. 
  5. Starfsfólk safnaráðs sögðu frá framvindu verkefnis um viðbragðsáætlanir safna, en það er hafið með þátttöku safna í Eyjafirðinum; Byggðasafnsins Hvols, Flugsafnsins, Minjasafnsins á Akureyri, Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og Síldarminjasafnsins. Nathalie Jacqueminet forvörður stýrir verkefninu. 

2.  Mál til ákvörðunar

  1. Fjárhagsáætlun 2024 var samþykkt, en hún var lögð fram til kynningar á 230. fundi. 

3.  Önnur mál

  • Þjóðminjasafnið lagði fram grisjunarbeiðni frá Menningarmiðstöð Þingeyinga „Beiðni um grisjun og förgun sex báta“, þar sem Þjóðminjasafnið mælti með að samþykkja beiðni Menningarmiðstöðvarinnar. Safnaráð er efnislega sammála erindi og niðurstöðu Þjóðminjasafnsins og samþykkir ráðið grisjun safngripanna, en jafnframt óskar safnaráð eftir upplýsingum frá Menningarmiðstöðinni með hvaða hætti farið var yfir ráðstöfun gripanna auk þess með hvaða hætti grisjunin mun fara fram. Því er óskað að Menningarmiðstöð Þingeyinga fargi ekki gripunum endanlega fyrr en svar hefur borist safnaráði varðandi grisjunarferlið. 
  • Ákvarðaður var fundartími 232. safnaráðsfundar.

Fundi slitið kl. 17:00/ÞBÓ