Fimmtudaginn 11. apríl 2024 kl. 15.00-17.00
Staðsetning fundar: Safnahúsið, Hverfisgötu 

Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir varaformaður, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Inga Lára Baldvinsdóttir og Hlynur Hallsson.  

Fyrir hönd höfuðsafna sátu fundinn: Fyrir Listasafn Íslands: Ingibjörg Jóhannsdóttir; fyrir Náttúruminjasafn Íslands: Hilmar Malmquist. Þjóðminjasafnið gat ekki sent fulltrúa að þessu sinni. 

Starfsfólk safnaráðs: Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri sem ritar fundargerð og Klara Þórhallsdóttir. 

1.   Mál til kynningar

  1.  Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi. 
  2. Sagt frá verkefni um viðbragðsáætlanir safna. 
  3. Í kjölfar flutnings upplýsingatækni til Umbru, þarf safnaráð að hafa þjónustuaðila sem getur aðstoðað við þau mál sem falla utan samnings við Umbru. Kynnt var samstarf við Prod ehf vegna þessa mála. 
  4. Safnaráð hefur verið skráð í Græn skref í ríkisrekstri, sjá : https://graenskref.is/ og er áætlað að ráðið hafi náð a.m.k. fyrsta skrefinu í haust. 
  5. Flutningur skrifstofu safnaráðs. Ekki verður framhald á leigusamningi í Gimli og mun skrifstofan flytja í haust í húsnæði við Hafnarstræti ásamt fleiri stofnunum úr Gimli, en sem áður mun Listahátíð í Reykjavík framleigja húsnæði til safnaráðs. 
  6. Málefni eins viðurkennds safns rætt. 
  7. Safnaráð mun senda umsögn vegna 120. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis; Þingsályktunartillaga vegna fjármögnunar varðveislu, björgunar og endurgerðar skipa- og bátaarfsins. Safnaráð fagnar þessari tillögu en þessi mál hafa oft verið til umræðu á vettvangi safnaráðs, enda mörg dæmi um báta í eigum safna sem ekki hefur verið hægt að bjarga vegna fjárskorts. 

2.  Mál til ákvörðunar

  1. Matsskýrsla vegna Byggðasafnsins á Garðskaga samþykkt. 
  2. Einnig fór Klara Þórhallsdóttir yfir stöðu á eftirliti og eftirfylgni við þau söfn sem ekki hafa lokið eftirliti eftir heimsóknir. 

3.  Önnur mál

  • Svar barst frá Menningarmiðstöð Þingeyinga vegna beiðni þeirra um grisjun og förgun sex báta sem lögð var fram á síðasta fundi. Svarið var ítarlegt og greinargott og samþykkir safnaráð að þeir safngripir sem um er rætt verða grisjaðir með þeim hætti sem fram kemur í svörum Menningarmiðstöðvar Þingeyinga.  
  • Helga Lára Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Jóhannsdóttir sögðu frá málþingi sem þær voru í pallborði á 14. mars síðastliðinn, Söfnun á jaðrinum. 
  • Harpa Þórsdóttir situr í vinnuhópi á vegum menningarráðuneytis um brún skilti á vegum landsins. Þóra Björk sagði frá vinnu hópsins, en hún sat fund f.h. Hörpu Þórsdóttur í fjarveru hennar. 

 

Fundi slitið kl. 17:00/ÞBÓ