Fimmtudaginn 11. janúar 2024 kl. 16.00-18.00
Staðsetning fundar: Þjóðminjasafnið, Kristjánsstofa 6.hæð 

Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir varaformaður, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Inga Lára Baldvinsdóttir og Hlynur Hallsson.  

Fyrir hönd höfuðsafna sátu fundinn: Fyrir Listasafn Íslands: Ingibjörg Jóhannsdóttir; fyrir Þjóðminjasafn Íslands: Harpa Þórsdóttir; fyrir Náttúruminjasafn Íslands: Hilmar Malmquist. 

Starfsfólk safnaráðs: Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri sem ritar fundargerð og Klara Þórhallsdóttir.
 

1.   Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi. 
  2. Úthlutunarboð vegna aðalúthlutunar 2024 og janúarfundur höfuðsafna og safnaráðs ræddur, en þessir viðburðir verða haldnir í Safnahúsinu 23. janúar kl. 14-16 svo er Úthlutunarboð safnaráðs haldið í kjölfarið kl. 16 -17 þar sem Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra afhendir styrki úr aðalúthlutun safnasjóðs 2024. 
  3. Aukaúthlutun 2023 – Menningarráðherra úthlutaði 24.800.000 kr. úr aukaúthlutun safnasjóðs 2023. 82 styrkjum var úthlutað til 37 viðurkenndra safna, 59 styrkir eru til símenntunarverkefna og námskeiðahalds og 23 styrkir til stafrænna kynningarmála. 
  4. Safnaráð – árið 2024 – verkefnaáætlun var kynnt

2.  Mál til ákvörðunar

  1. Tvær skýrslur vegna eftirlits með viðurkenndum söfnum voru samþykktar, ein heimsóknarskýrsla og ein matsskýrsla. 
  2. – umræðu var frestað til næsta fundar. 

3.  Önnur mál

  • Ákvarðaður var fundartími 231. safnaráðsfundar.
     

Fundi slitið kl. 17:50/ÞBÓ