Föstudaginn 23. ágúst, kl. 16.00 – 18.00
Staðsetning: Safnahúsið

Viðstödd: Ólafur Kvaran, formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, varaformaður, Haraldur Þór Egilsson, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Harpa Þórsdóttir, Hilmar Malmquist, Margrét Hallgrímsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri.

Fundargerðir undirritaðar.

1. Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi
  2. Stefnumörkun um safnastarf í samvinnu við höfuðsöfn. Kynning á ferlinu og tímalínu verkefnis.
  3. Samstarfsverkefni sem safnaráð er þátttakandi í, Museums of Impact! (MOI!) fékk 365.650 € styrk úr Creative Europe – sjóðnum. 346 umsóknir bárust og 19 verkefni fengu styrk. MOI! miðar að því að þróa líkan fyrir sjálfsmat safna og gæðaþróun, sem nýtist bæði söfnunum sjálfum sem og eftirlitsaðilum safna (líkt og safnaráði). Á verkefnið einnig að hjálpa söfnum að auka áhrif þeirra á samfélagið sem og bæta þjónustu við það. Safnaráð er einn af 11 samstarfsaðilum verkefnisins en Finnish Heritage Agency leiðir verkefnið sem áætlað er að hefjist í desember 2019. Þátttakendur í verkefninu eru:
   • Finnish Heritage Agency (prev. National Board of Antiquities), FI
   • Istituto Beni Culturali IBC, Regione Emilia-Romagna, IT (ATH, heltust úr lestinni, BAM! Strategie Culturali mun taka við)
   • Hellenic Ministry of Culture and Sports, EL
   • Deutscher Museumsbund/NEMO Network of Museum Organisations, DE
   • Museum of Cycladic Art, EL
   • Estonian National Museum/Eesti Rahva Muuseum, EE
   • Finnish Museums Association, FI
   • European Museum Academy, NL
   • Museum Council of Iceland, IS
   • Stiftung Preussischer Kulturbesitz SPK, DE
   • MUSIS Steirischer Museumsverband, AT
  4. Á 183. safnaráðsfundi var samþykkt að safnaráð og höfuðsöfnin myndu skrifa sameiginlega bréf sem viðbrögð við bréfi mennta- og menningarmálaráðuneytis til sveitarfélaga vegna byggðaráætlunar 2018-2024 og var bréfið kynnt fyrir fundinum.
  5. Málþing um náttúruminjar verður haldið haustið 2020 og er það samstarfsverkefnið safnaráðs og Náttúruminjasafns Íslands. Hilmar Malmquist og Þóra Björk Ólafsdóttur kynntu fyrstu hugmyndir um málþingið.
  6. Tillögur starfshóps um safnasjóð ræddar og skýrsla hópsins, Stöðuskýrsla um viðurkenningu og styrktegundir safnaráðs móttekin.

2. Mál til ákvörðunar

 1. Samþykkt að Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnaráðsmaður bætist við í stýrihóp stefnumörkunar safnaráðs um safnastarf í samvinnu við höfuðsöfn.
 2. Rætt um eftirlit safnaráðs með viðurkenndum söfnum og starf eftirlitsnefndar og ráðið upplýst um næstu verkefni. Samþykkt að hækka laun nefndarinnar um 20%, en ekki hefur taxtinn verið hækkaður síðan 2016.

3. Önnur mál

Engin önnur mál rædd.

Fundi slitið 17:50 / ÞBÓ