Þriðjudaginn 9. apríl 2019, kl. 11.00-13.00
Staðsetning: Safnahúsið

Viðstödd: Ólafur Kvaran, formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, varaformaður, Gunnþóra Halldórsdóttir, varamaður, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Hilmar Malmquist og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Margrét Hallgrímsdóttir og Harpa Þórsdóttir komust ekki.

1.     Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.
  2. Rætt um starfsfund safnaráðs sem verður haldinn á Akureyri 3. – 4. júní næstkomandi.
  3. Svarbréf frá Byggðasafni Skagfirðinga vegna húsnæðismála þeirra lagt fram til kynningar. Engar athugasemdir voru gerðar við bréfið.
  4. Rætt var um nýtingarskýrslur styrkþega safnaráðs. Ákveðið var að bíða með greiðslur sams konar styrkja til styrkþega, ef nýtingarskýrslum hefur ekki verið skilað. Einnig var ákveðið að nýtingarskýrsla rekstrarstyrkja 2018 verður liður í Árlegri skýrslu viðurkenndra safna 2019.

2.     Mál til ákvörðunar

  1. Frá og með styrkárinu 2018 skila styrkþegar verkefnastyrkja áfangaskýrslu til safnaráðs vegna þeirra styrkja sem eru 1.500.000 kr. eða hærri. Skilafrestur áfangaskýrslu verkefnastyrkja 2018 var 20. mars síðastliðinn. Safnaráð staðfesti móttöku þeirra skýrslna sem borist hafa, 23 verkefni fengu styrk 1.500.000 kr. eða hærri, en 11 áfangaskýrslur og 4 lokaskýrslur hafa borist.
  2. Skiladagur á nýtingaskýrslu vegna símenntunarstyrkja 2017 var 15.mars síðastliðinn. Safnaráð staðfesti móttöku þeirra skýrslna sem borist hafa, 35 styrkir voru veittir, en 31 skýrsla hefur borist og 1 styrkur var afþakkaður.
  3. Nú er fyrsta árið sem styrkþegar hafa þurft að skila skýrslum vegna rekstrarstyrkja og er það vegna rekstrarstyrkja 2017. Safnaráð staðfesti móttöku þeirra skýrslna sem borist hafa, en 38 söfn fengu rekstrarstyrk og 32 rekstrarstyrksskýrslur hafa borist.
  4. Ársskýrsla safnaráðs lögð fyrir til samþykktar. Ráðsmenn hafa frest til 26. apríl til að koma með athugasemdir.
  5. Bréf lagt fyrir frá Rannsóknamiðstöð ferðamála þar sem óskað er eftir samstarfi við safnaráð varðandi rannsóknir á menningu, söfnum og ferðaþjónustu. Í því samhengi óskar miðstöðin eftir aðgengi að þeim gögnum safnaráðs sem myndu nýtast við rannsókna- og greiningarvinnu, t.a.m. upplýsingar sem safnaráð safnar um gestafjölda, aðgangseyri og opnunartíma. Samþykkt er að hefja þetta samstarf.

3.     Önnur mál

Helga Lára Þorsteinsdóttir upplýsti ráðið um gripi sem RÚV hefur safnað í gegnum árin og eru geymdir í húsnæði RÚV á Vatnsenda. Ráðið álítur að leita eigi álits Þjóðminjasafnsins um varðveislu og/eða grisjun á þeim.

Fundi slitið 13:00 / ÞBÓ