Föstudaginn 1. júní kl. 11.00 – 13.00
Staðsetning: Safnahúsinu, Hverfisgötu.
Viðstödd: Ólafur Kvaran, formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, varaformaður, Haraldur Þór Egilsson, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, Harpa Þórsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Hilmar Malmquist komst ekki.
1. Mál til kynningar
- Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.
- Gestir fundarins voru Sveinbjörg Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Sarps og Vala Gunnarsdóttir, fagstjóri Sarps en þær kynntu Sarp.is og innri vef Sarps fyrir safnaráði og svöruðu spurningum ráðsins.
- Kynning á áhersluefnum fyrir næstu aðalúthlutun safnaráðs árið 2019, til samþykktar á næsta safnaráðsfundi.
- Samþykkt á frestumsóknum um nýtingu fimm styrkja frá styrkárinu 2016 kynnt. Umsóknir frá eftirtöldum aðilum fengu frest, með skilafrest síðar á þessu ári:
- Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi
- Minjasafn Austurlands
- Hvalasafnið á Húsavík
- Minjasafnið á Akureyri
- Gerðarsafn
- Bréf frá Safnasafninu lagt fram til kynningar.
- Drög að stafrænni miðlunarskýrslu kynnt, lokaútgáfa verður send til samþykktar fyrir næsta fund. Skipulag málþings um sama efni kynnt, en það verður haldið föstudaginn 26. október 2018.
2. Mál til ákvörðunar
- Nýtingarskýrslur vegna verkefnastyrkja 2016 samþykktar. Árið 2016 voru veittir 93 verkefnastyrkir og samkvæmt safnalögum eiga styrkþegar að skila skýrslum um nýtingu styrkjanna innan tveggja ára og var skiladagur á þeim 4. maí síðastliðinn. 83 skýrslum hefur verið skilað. Einn styrkur var afþakkaður, frestur fékkst fyrir nýtingu styrks á 5 styrkjum. Skýrslum vegna tveggja styrkja frá einu safni hefur ekki verið skilað, safn fékk heiðursmannafrest til haustsins þess vegna. Óvíst er með nýtingu eins styrk, er það í ferli.
3. Önnur mál
Engin önnur mál til umræðu.
Fundi slitið kl. 12.45 / ÞBÓ