Fundargerð 65. fundar Safnaráðs, 13. desember 2007, kl. 15:00 – 16:30
Þjóðminjasafni Íslands v. Suðurgötu, 101 Reykjavík

Viðstödd: Margrét Hallgrímsdóttir formaður, Halldór Björn Runólfsson, Helgi Torfason, Karl Rúnar Þórsson, Sveinn Kristinsson Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir

1. Fundargerð 64. fundar samþykkt og undirrituð.

2. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Rakel Halldórsdóttir frkvstj. Safnaráðs hefur tekið að sér umsjón með vefsíðu Safnaráðs.
Hönnun staðlaðs útlits fyrir útgáfur Safnaráðs. Tilboð frá hönnuði. (munnlegt) Hönnuður hefur skilað tilboði í verkið. Safnaráð samþykkti að frkvstj. héldi áfram að vinna að málinu.
Kynning á bréfi til menntamálaráðuneytis vegna stofnskrá Hönnunarsafns sem var sent í kjölfar fundar Safnaráðs 22. október sl.

3. Útflutningur menningarminja – jarðfundnar minjar. Kynntar niðurstöður fundar fulltrúa Náttúrufræðistofnunar, Fornleifaverndar, Þjóðminjasafns og Safnaráðs 13. nóvember sl. um útflutning jarðfundinna minja. Helstu niðurstöður fundarins voru:
Dýrabein sem finnast við fornleifarannsóknir teljast fornminjar og falla undir þjóðminjalög. Ábyrgð á eftirliti með útflutningi fornminja er á höndum Safnaráðs, Fornleifaverndar ríkisins og Þjóðminjasafns Íslands. Leitað verði álits Náttúrufræðistofnunar leiki grunur á að leifar lífvera sem finnast við fornleifauppgröft kunni að hafa dýrafræðilega eða grasafræðilega þýðingu. Útflutningur jarðfundinna fornminja fellur undir 2. gr  laga -lið 14 um flutning menningarverðmæta úr landi og um skil menningarverðmæta til annarra landa nr. 105/2001. Mælst er til þess að Safnaráð og Fornleifavernd móti í sameiningu skýrar reglur um ábyrgð og eftirlit með útflutningi sýna í rannsóknaskyni og að Fornleifavernd verði falið eftirlit með útflutningnum. Mælst er til þess að Þjóðminjasafn Íslands, Forleifavernd og Safnaráð móti sameiginlega reglur um framkvæmd við veitingu leyfa til útflutnings menningarverðmæta (forngripa og sýna) og að m.a. gildi skýrar reglur um hverjir geta sótt um slíkt leyfi og til hversu langs tíma.
Safnaráð samþykkti niðurstöður fundarins og fól frkvstj. að vinna áfram að málinu.

4. Stofnskrár safna. Framhald umræðna frá fyrri fundum um vinnureglur Safnaráðs við samþykkt stofnskráa. Markmið Safnaráðs er að stofnskrá safns verði formleg staðfesting á því að starfsemi þess uppfylli 4. og 10. gr. safnalaga og sé þar með hæft til þess að njóta styrkja úr safnasjóði. Staðfesting stofnskrár verður skilyrði fyrir styrkveitingum árið 2009. Samhliða mun Safnaráð árlega gefa út vottorð til þeirra safna sem hljóta styrk úr Safnasjóði. Texti slíks vottorðs var samþykktur af Safnaráði og frkvstj. falið að láta hanna vottorð. 

5. Svör þóknananefndar. Safnaráð samþykkti drög að bréfi til menntamálaráðuneytis. Þar er ítrekað beðið um upplýsingar um greiðslur til nefndarmanna í fjölskipuðum stjórnvalda- og stjórnsýslunefndum sambærilegum Safnaráðs sem starfa á vegum ráðuneytis menntamála.

6. Umsóknir í safnasjóð 2008. 57 umsóknir bárust í Safnasjóð fyrir árið 2008. 47 umsóknir um rekstrarstyrki og 78 umsóknir um verkefnastyrki. Ekki er búið að samþykkja fjárlög ríkisins fyrir árið 2008. Safnaráð fól frkvstj. að skrifa drög að bréfi til formanns fjárlaganefndar og benda á að fjárlagaliðurinn söfn í fjárlögum ársins 2008 endurspeglar ekki 4. og 10. gr safnalaga.

7. EMYA 2009. Í samræmi við verklagsreglur Safnaráðs hefur Safnaráð óskað eftir tillögum frá höfuðsöfnum, FÍSOS og ICOM um mögulegri tilnefningu safns til samkeppni EMYA árið 2009. Á fundinum kom fram að fulltrúar höfuðsafnanna þriggja og FÍSOS munu ekki koma með neina tilllögu fyrir árið 2009.

8. Erindi frá Birgittu Spur forstöðumanni Listasafns Sigurjóns Ólafssonar. Birgitta fór fram á frestun á nýtingu verkefnastyrks fyrir árið 2007. Safnaráð samþykkti erindið.

9. Erindi frá Lilju Árnadóttur formanni Íslandsdeildar ICOM. Lilja óskar eftir 250.000 króna fjárstyrk frá Safnaráði vegna undirbúnings CECA ráðstefnu sem verður haldin á Íslandi árið 2009. Safnaráð samþykkti að veita Íslandsdeild ICOM þennan styrk.

10. Önnur mál:
Safnastefna Safnaráðs. Ákveðið að Safnaráð vinni eina sameiginlega safnastefna fyrir Safnaráð og öll höfuðsöfnin. Frkv.stj. falið að gangast í málið. Endurmenntunarsjóðir. Umræða um endurmenntunarmöguleika safnmanna. Safnaráð telur endurmenntun eða símenntun vera mikilvægt hagsmunamál. Skipulagsmál. Guðrún Kristinsdóttir hefur vakið athygli Safnaráðs á glufu í skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997 er varðar byggingalóðir til safna. Safnaráð þakkar ábendinguna og beinir þeim tilmælum til Guðrúnar að koma ábendingunni til menntamálaráðuneytis þar sem nú er verið að vinna ný safnalög. Ákveðið var að lengja fundartíma Safnaráðs um 30 mínútur frá og með janúar 2008.

Næsti fundur ráðsins verður í samræmi við fundaráætlun haldinn mánudaginn 15. janúar n.k. kl. 15:00-17:00.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 16:45/AÞÞ