Fundargerð 117. fundar safnaráðs –

22. nóvember 2012, kl. 12:15 – 14:15, fundarherbergi í turni Þjóðminjasafns.

Viðstödd: Margrét Hallgrímsdóttir formaður, Halldór B. Runólfsson, Guðný Dóra Gestsdóttir og Ágústa Kristófersdóttir starfandi frkvstj. (Jenný Lind boðaði forföll v. veðurs)

 1. Málefni til umræðu og ákvörðunar:

1.0. Fundargerð116. fundar lögð fram og undirrituð

1.1.  Skýrsla framkvæmdastjóra:  

Höfundarréttur: Framkvæmdastjóri safnaráðs hélt erindi um söfn og höfundarrétt á fundi höfundarréttarráðs þann 15. nóvember sl. Harpa Fönn Sigurjónsdóttir lögfræðingur Myndstefs var á fundinum og var ákveðið að funda með henni og ræða stöðu höfundarréttarmála. Vefsíðan söfn.is:  Um áramótin verður eignarhald á lénunum sofn.is og museums.is færð frá safnaráði til FÍSOS, Gudrun publishing sem nú stendur í samráði við Íslandsstofu fyrir gerð vefsíðu um íslensk söfn verður því að semja við FÍSOS um notkun lénanna. Vefur safnaráðs um íslensk söfn mun einnig færast til FÍSOS um áramót hafi FÍSOS áhuga á að taka við rekstri hans. Haustfundur Listasafns Íslands:  Haustfundurinn tókst vel – unnið er að safnastefnu á sviði myndlistar og mun framkvæmdastjóri safnaráðs taka þátt í vinnu við hana. Söluleiðs tókst haustfundur náttúruminjasafna vel og góður andi á þeim fundi. Verið er að vinna að húsnæði fyrir safnið í Perlunni og ráðningu nýs safnstjóra. Starf safnaráðs: Endurskoða þarf þætti í skjalakerfi ráðsins, verður það gert í samráði við Svanfríði Franklínsdóttur skjalastjóra Listasafns Íslands. Á.K. gegnir starfi framkvæmdastjóra safnaráðs til áramóta 2014 – til að halda samfellu í starfi ráðsins. Ráðið mun áfram hafa aðsetur í Þjms. Síðasti fundur núverandi ráðs: Síðasti fundur núverandi ráðs verður 6. desember nk. í Þjóðminjasafni Íslands og verður hann opinn gestum. Fundurinn verði tekinn upp og gerður aðgengilegur á vef safnaráðs.

 

1.2 Ársskýrslur áranna 2008 og 2009:   Skýrslur hafa verið sendar ráðsmönnum sem gera ekki athugasemdir við þær.

1.3 Fjárhagsstaða safnaráðs. Farið yfir fjármál ráðsins.

1.4 Tækjabúnaður safnaráðs.  Afskrifa einn farsíma og eina fartölvu sem eru ónothæf.

2. Erindi til umræðu og ákvörðunar.

2.1 Breytingar á starfi FÍSOS: Drög að svaribréfi til FÍSOS yfirfarin, málið rætt.

2.2. Frestun á verkefnisstyrk:  Erindi frá Menningarmiðstöð Þingeyinga um frestun á verkefnisstyrk að upphæð 400.000 kr til viðhalds á trébátum. Samykkt.

2.3 Beiðni um umsögn um stofnstyrk frá Veiðisafninu. Samþykkt með ábendingu um að fjárhagslegur grundvöllur verkefnisins verði skoðaður af mennta- og menningarmálaráðuneyti.

2.4. Beiðni um umsögn um stofnstyrk frá Nýlistasafninu. Samykkt án athugasemda.

3. Næsti fundur og önnur mál.

Önnur mál: Umsögn um þingsálykturnartillögu um varðveislu báta, afgreitt milli funda.

118. fundur ákveðinn 6. des.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 14:15/ÁK