Fundargerð 109. safnaráðsfundar, 8. mars, 2012

8. mars 2012, kl. 12:15 – 14:15, fundarherbergi í turni Þjóðminjasafns

Viðstödd: Margrét Hallgrímsdóttir formaður, Helgi Torfason, Halldór B. Runólfsson, Guðný Dóra Gestsdóttir, Jenný Lind Egilsdóttir. Rakel Halldórsdóttir frkv.stj og Ágústa Kristófersdóttir starfandi frkv.stj.

1. Málefni til umræðu og ákvörðunar:

1.0. Fundargerðir 106., 107. og 108. funda samþykktar og undirritaðar.

1.1.  Skýrsla framkvæmdastjóra:

Umræður á Safnlistanum um Safnabókina.  Óskað verði eftir dreifingalista og því fylgt eftir að bókinni verði dreift sem víðast. Leggja áhersla á að öll söfn séu kynnt í bókinni. Gera grein fyrir aðkomu safnaráðs með tilkynningu á safnlistann. Útflutningur skartgripa og borðbúnaðar stöðvaður. Beðið hefur verið um álit mennta- og menningarmálaráðuneytis á því hvert skuli vera næsta skref eftir að útflutningur hefur verið stöðvaður. Útflutningur gamals skarts (munnlegt). Gerð grein fyrir samskiptum við Mark Nangle. Lögfræðiálit fyrir safnaráð, heimild til að vinna með upplýsingar frá söfnum. Álit Trausta Fannars Valssonar er að í lagi sé að vinna með gögn safnaráðs þar sem þau innihaldi ekki persónulegar upplýsingar. Flutningur á vefumsjón (munnlegt).  Umsjón á vef verður flutt til Hugsmiðjunnar 1. júní næst komandi, samningi við EC hugbúnað hefur verið sagt upp frá og með 1. júní. Kynning í samstarfi við Tollstjóraembættið – ólöglegur inn- og útflutningur menningarverðmæta og náttúruminja. Námskeið fyrir tollverði er fyrirhugað 12. apríl n.k. Vorfundir höfuðsafna. Þjóðminjavörður gerir grein fyrir dagskrá vorfundar Þjóðminjasafns Íslands. ÁK tekur við á skrifstofu safnaráðs (munnlegt).  ÁK tekur við 12. mars n.k. en þá fer RH í barnsburðarleyfi, RH er væntanlega aftur til starfa 01.12.2012.

1.2. Skýrsla ríkisendurskoðunar um Náttúruminjasafn Íslands. Skýrslan var gagnleg. Það þarf að búa til vettvang til að ræða framtíð safnsins t.d. með þátttöku safnaráðs og félagsamtaka safnmanna.

2. Erindi til umræðu og ákvörðunar.

2.1. Spurningar frá ríkisendurskoðun. Framkvæmdastjóri hefur svarað þessu.

2.2. Umsókn Nýlistasafnsins um frestun á nýtingu verkefnastyrks úr safnasjóði 2011.  Frestun amþykkt.

2.3. Umsagna óskað frá Alþingi um frumvarp til Myndlistarlaga og laga um menningarminjar. Sameiginlegar umsagnir safnaráðs, ICOM, FÍSOS og höfuðsafna sendar ráðuneytinu.

2.4. Umsókn Michele Smith um leyfi til útflutnings menningarverðmæta. Umsagna óskað frá Þjóðminjasafni og Fornleifavernd. Umsagnir voru jákvæðar. Leyfi til útflutnings veitt.

2.5. Umsókn Bjarna F. Einarssonar um leyfi til útflutnings menningarverðmæta. Umsagna óskað frá Þjóðminjasafni og Fornleifavernd. Umsagnir voru jákvæðar. Leyfi til útflutnings veitt.

2.6.Listasafn Ísafjarðar – umsókn um frestun á nýtingu verkefnastyrks. Frestun samþykkt.

2.7.  Gripir sem haldið var eftir á Íslandi eftir komu P&H Jewellers til Íslands. Fá lögfræðiálit frá lögfræðingi mennta- og menningarmálaráðuneytis um hvað er næsta skref ef útflutningur verður stöðvaður. Skv. skýrslu Hönnunarsafns þá teljast skeiðarnar sem útflutningur var stöðvaður á ekki hafa menningarsögulegt gildi. Skv. umsögn Þjóðminjasafns eru skartgripirnir sem útflutningur var stöðvaður á þess eðlis að varðveita ætti þá í safni hér á landi.

2.8. Upplýsingar um samstarf Heimilisiðnaðarsafnsins og Þekkingarsetursins á Blönduósi. Safnaráð leggur til að áhersla sé lögð á að þeir aðilar sem starfa á þessu sviði á Blönduósi starfi saman undir einum hatti og sameini krafta sína þannig með viðmið faglegs safnastarfs að leiðarljósi.

2.9. Ósk um stuðning safnaráðs við endurmenntun safnmanna. Vísað til ferðastyrkja safnaráðs, einn

styrkur á safn á ári.

2.10. Umsagnar safnaráðs óskað um umsókn Sjóminjasafns Austurlands um stofnstyrk skv. 11. gr. safnalaga. Samþykkt með fyrirvara um að framkvæmdir standist lög og reglur.

3. Næsti fundur og önnur mál.

Önnur mál:

Næsti fundur, úthlutunarfundur ákvarðaður 22. mars kl 12:15.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 14:15/ÁK