Fundargerð 42. fundar Safnaráðs 18. maí 2005, kl. 13:00-13:15,
Síldarminjasafninu, Siglufirði og 5. júlí 2005, kl. 11:30-13:00, Listasafni Íslands, Laufásvegi 12, 101 Reykjavík.
Viðstödd á fyrri hluta fundar (18. maí) voru: Ólafur Kvaran, Margrét Hallgrímsdóttir, Jón Gunnar Ottósson, Sigrún Ásta Jónsdóttir, Gísli Sverrir Árnason, Álfheiður Ingadóttir og Rakel Halldórsdóttir.
Viðstödd á seinni hluta fundar (5. júlí) voru: Ólafur Kvaran, Margrét Hallgrímsdóttir, Jón Gunnar Ottósson, Sigrún Ásta Jónsdóttir, Gísli Sverrir Árnason og Rakel Halldórsdóttir.
Fyrri hluti 42. fundar, 18. maí kl. 13:00 -13:15:
1. Umsögn v. umsóknar Minjasafnsins á Bustarfelli um ríkisstyrk til byggingar þjónustuhúsnæðis. Fjallað var um umsókn Minjasafnsins á Bustarfelli um byggingarstyrk skv. 11. gr. safnalaga. Samþykkt var að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun eða húsnæði m.t.t. væntanlegrar nýtingar þess í starfsemi safnsins.
2. Umsögn v. umsóknar Flugsafnsins á Akureyri um ríkisstyrk til byggingar þjónustuhúsnæðis. Borist hafa álit forvarða Þjóðminjasafns Íslands og Fornleifaverndar ríkisins m.t.t. varðveisluhæfni fyrirhugaðs húsnæðis fyrir safngripi. Fornleifavernd ríkisins gerir ekki athugasemd við húsnæðið. Forvörður frá Þjóðminjasafni Íslands gerir aths. við fyrirhugaða hitastýringu og fyrirhugaðan glervegg. Samþykkt var að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun. Samþykkt var að beina því til Flugsafnsins að leita ráðgjafar forvarða Þjóðminjasafns Íslands varðandi hönnun húsnæðisins m.t.t. forvörslu safngripa. Safnaráð telur brýnt að mótuð verði heildarstefna um varðveislu menningarminja sem tengjast flugi.
Síðari hluti 42. fundar, 5. júlí kl. 11:30-13:00:
3. Klárað verður að undirrita fundargerð 41. fundar á næsta fundi.
4. Skýrsla framkvæmdastjóra. ? Frkv.stj. átti fund með forstöðumanni Nonnahúss þar sem starfsemi og framtíðasýn Nonnahúss var rætt. ? Fréttatilkynning v. vettvangsferðar Safnaráðs vor 2005 birtist í Morgunblaðinu 25. maí sl. ? Rætt var um hlutfall sem Húsafriðunarnefnd nýtir af heildarfjárveitingu til rekstrar. Er um að ræða hærra hlutfall en áætlað er að Safnaráð nýti í ár ef útgáfa (önnur en Kirkjur Íslands) er meðtalin. ? Aðilar sem lokið hafa gráðu á háskólastigi í safnafræði eru fáir á Íslandi en líkur eru til að sá hópur stækki á komandi árum. Huga þessir aðilar, m.a. frkv.stj. Safnaráðs, nú að stofnun Félags íslenskra safnafræðinga. ? Framkvæmdastjóri heimsótti söfn og setur á Vestfjörðum (að Snæfjallaströnd og Strandasýslu undanskildum) þann 16. og 19. júní sl. ? Terry Gunnell, dósent í þjóðfræði við HÍ, hafði samband við frkv.stj. til að óska eftir samstarfi Safnaráðs við safnafræðideild HÍ um stækkun deildarinnar. Óskaði Terry eftir því að Safnaráð kæmi á fundi þar sem frkv.stj, forstöðumenn höfuðsafna og Guðný Gerður Gunnarsdóttir sem hefur haft umsjón með safnafræðideild við HÍ, hittust til að ræða mögulega eflingu deildarinnar. Samþykkt var að koma á fundi og ræða málið á almennum nótum. ? Íslenski safnadagurinn er annar sunnudagur í júlí ár hvert. Safnaráð samþykkti á 41. fundi að höfuðsöfnin tækju að sér að vekja athygli á starfsemi safna með sameiginlegri auglýsingu á Íslenska safnadaginn. Eftir viðræður höfuðsafna varð raunin sú að mótuð var undirbúningsnefnd Íslenska safnadagsins sem í sátu frkv.stj. Safnaráðs, kynningarstjórar höfuðsafnanna, formaður FÍSOS og fulltrúi frá ICOM. Nefndin samþykkti sambærilega tilhögun og sl. ár þ.e. stóra sameiginlega auglýsingu í Mbl sem söfnum og setrum var boðin þátttaka í.
5. Umsóknareyðublöð og auglýsing v. umsókna í Safnasjóð 2006. Samþykkt voru umsóknareyðublöð m. nokkrum breytingum og auglýsing v. umsókna í Safnasjóð 2006. Áhersla verður á innra starf safna við veitingu verkefnastyrkja, skráningu, rannsóknir og varðveislu safnkosts. Umsóknarfrestur mun renna út 1. nóvember n.k. og verður ekki tekið við umsóknargögnum eftir þann tíma. Sú breyting verður á umsóknareyðublaði í ár að eyðublöðin verða tvö, eitt fyrir verkefnastyrk og eitt fyrir rekstarstyrk.
6. Áskorun frá stjórn Byggðasafns Húnvetninga um endurúthlutun 2005 og bréf frá Pétri Jónssyni, forstöðumanni safnsins. Safnaráð fjallaði um áskorunina. Samþykkt var svar við bréfi Péturs.
7. Ályktun frá Safnanefnd Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla v. úthlutunar 2005. Safnaráð fjallaði um ályktunina.
8. Bréf til menntamálaráðherra varðandi túlkun safnalaga m.t.t. rekstrarforms safna. Samþykkt var að senda menntamálaráðherra bréf þar sem óskað er úrskurðar hans á túlkun safnalaga m.t.t. rekstrarforms safna.
9. Breyting á safnalögum nr. 106/2001. Lögð var fram tillaga að breytingu á safnalögum. Samþykkt var að ráðsmenn kynntu sér tillöguna betur og að boðað yrði til samráðsfundar v. málsins þann 15. ágúst n.k.
10. Erindi European Museum Forum v. European Museum of the Year Award 2006. Erindi EMF þar sem þess er óskað að Safnaráð styðji heimsókn fulltrúa úr dómnefnd EMYA 2006 hingað til lands til að meta Þjóðminjasafn Íslands til keppninnar í framhaldi af tilnefningu Safnaráðs. Samþykkt var að gerður yrði samningur milli Þjóðminjasafn Íslands og Safnaráðs – en skv. þeim samningi mun Þjóðminjasafnið standa straum af umræddum kostnaði v. heimsóknar fulltrúa dómnefndarinnar.
11. Málþing Safnaráðs 2005 um menntunarhlutverk safna. Fjallað var um málþingið. Ákveðin hefur verið dagsetningin föstudagurinn, 21. október n.k. Tveir erlendir fyrirlesarar hafa samþykkt að halda erindi á málþinginu, David Anderson, Director of Learning and Visitor Services hjá Victoria and Albert Museum í London. Hann ritaði þjóðarskýrslu um menntunarhlutverk safna á Bretlandi, sem gefin var út í janúar 1997. Einnig Helene Illeris, Associate Professor hjá The Danish University of Education. Sérþekking hennar er m.a. á sviði menntunar á listasöfnum og listsýningum. Þjóðminjasafn Íslands mun lána fundarsal sinn til málþingsins. Áfram verður unnið að skipulagningu málþingsins.
12. Næsti fundur og önnur mál.
Önnur mál:
· Erindi FÍSOS varðandi uppgjör Farskóla 2004: Uppgjör Farskóla FÍSOS 2004 leiðir í ljós halla af rekstri farskólans upp á 104.529 kr. Í samræmi við ákvörðun Safnaráðs á 35. fundi þann 13. desember 2004 mun Safnaráð greiða upp hallann sem samstarfsaðili FÍSOS og Þjóðminjasafns Íslands að farskólanum.
Næsti fundur skv. fundaáætlun er 25. ágúst n.k.
Boðað verður til samráðsfundar v. tillögu til breytinga á safnalögum 15. ágúst n.k.
Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 13:00/RH