Fundargerð 40. fundar Safnaráðs 31. mars 2005, kl. 11:30-13:15,
Listasafni Íslands, Laufásvegi 12, 101 Reykjavík
Viðstödd voru: Ólafur Kvaran, Margrét Hallgrímsdóttir, Sigrún Ásta Jónsdóttir, Gísli Sverrir Árnason, Álfheiður Ingadóttir og Rakel Halldórsdóttir.
1. Gerðar voru athugasemdir við fundargerðir 38. og 39. fundar. Fundargerðirnar verða undirritaðar á næsta fundi.
2. Skýrsla framkvæmdastjóra. Svar hefur borist frá menntamálaráðuneytinu varðandi erindi Safnaráðs um hvað liði undirbúningi tillagna um varðveislu gamalla skipa og báta. Í svari ráðuneytisins er vísað í svar menntamálaráðherra við sambærilegri fyrirspurn á Alþingi. Frkv.stj. mun skoða umræður um fyrirspurnina og verður málið rætt á næsta fundi í framhaldi. Fjallað var um viðbrögð safnmanna í kjölfar úthlutunar úr Safnasjóði 2005. Viðbrögðin hafa verið nokkuð sterk og nokkur óánægja. Safnaráð samþykkti að það sem kæmi formlega frá ráðinu yrði birt annað hvort á vefsíðu ráðsins eða í bréfum til aðila máls. Frkv.stj. kynnti greinargerð sem rituð var til nánari skýrgreiningar á hlutverki Safnasjóðs og úthlutun 2005. Samþykkt var að ráðsmenn myndu senda frkv.stj. athugasemdir við greinargerðina og að hún yrði birt á vefsíðu Safnaráðs. Umfang skjalavinnslu er sífellt að aukast hjá Safnaráði og var samþykkt að frkv.stj. myndi skoða möguleikann á því að skrifstofa Safnaráðs tengist skjalavinnslukerfi Listasafns Íslands með séraðgangi.
3. Erindi vegna úthlutunar 2005. Safnaráði hafa borist níu formleg erindi í kjölfar úthlutunar 2005, um er að ræða sex óskir um rökstuðning, eina ósk um endurupptöku máls, eina ósk um aðgengi að gögnum og bréf með spurningum til ráðsins varðandi úthlutun. Samþykkti ráðið svör við erindunum, sem send verða aðilum máls.
4. Reglugerð um 4. og 7. gr. safnalaga og breytingar á safnalögum. Málinu var frestað til næsta fundar.
5. Málþing Safnaráðs 2005 um menntunarhlutverk safna. Unnið er að heildarhugmynd málþingsins.
6. Erindi frá Félagi ísl. safna og safnmanna og Íslandsdeild ICOM varðandi samstarf um Íslensku safnaverðlaunin. Samþykkt var að Safnaráð myndi ekki taka þátt í undirbúningi eða framkvæmd er varðar verðlaunin en talið var mikilvægt að ráðið kæmi þó að málinu á þann hátt að frkv.stj. sæti fundi v. Íslensku safnaverðlaunanna sem áheyrnarfulltrúi.
7. Næsti fundur og önnur mál.
Önnur mál: Fjallað var um erindi Félags íslenskra safna og safnmanna og Síldarminjasafnsins á Siglufirði varðandi Farskóla safnmanna 2005. Samþykkt var að veita 300 þús. kr. verkefnastyrk til Síldarminjasafnsins á Siglufirði til undirbúnings og framkvæmdar Farskólans í ár. SÁJ vék af fundi meðan málið var rætt.
Næsti fundur Safnaráðs skv. fundaáætlun er 28. apríl.
Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 13:15/RH