Fundargerð 10. fundar Safnaráðs, að Lyngási 7, Garðabæ,
18. september 2002, kl. 13:00.
Mættir voru: Margrét Hallgrímsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Ólafur Kvaran og Gísli Sverrir Árnason. Margrét Hallgrímsdóttir ritaði fundargerð.
M.H. setti fund og lagði fram fundargerð 9. fundar til samþykktar.
1. Umsóknir til safnasjóðs v/2003
Farið yfir umsóknir til safnasjóðs 2003.
2. Stofnskrá
Samþykkt að minna söfn á að rekstrarstyrkur vegna ársins 2003 verði ekki veittur nema að stofnskrá safns hafi verið samþykkt í safnaráði. Söfn minnt á að senda inn stofnskrá sína.
3. Verklagsreglur safnaráðs
Farið yfir drög að verklagsreglum fyrir safnaráð. MH falið að vinna ný drög til samþykktar á næsta fundi ráðsins þann 10. október n.k.
4. Starfsmaður safnaráðs.
Samþykkt að auglýsa eftir starfsmanni fyrir safnaráð, sem tæki til starfa um áramót. MH falið að ræða við menntamálaráðuneyti þar um og semja drög að auglýsingu fyrir næsta fund. Umsýslukostnaður mun því aukast í 10%. Stefnt verði að því að ráða starfsmann í fullt starf, sem hafi aðsetur á Þjóðminjasafni Íslands þetta tímabil. Í umræðu um ráðningu starfsmanns sagði Gísli Sverrir það sína skoðun að æskilegt væri að ný opinber störf væru staðsett utan höfuðborgarinnar þegar því væri við komið.
5. Erindi til safnaráðs
Umsókn frá Bóka- og byggðasafni N-Þingeyinga um styrk vegna skráningar í Sarp.
Samþykkt að veittur verði 100.000 kr. styrkur.
Umsókn frá Safnahúsinu á Húsavík um styrk vegna skráningar í Sarp.
Samþykkt að veittur verði 100.000 kr. styrkur.
Lagt fram erindi Ljósmyndasafns Steingríms Kristinssonar dags. 5. ágúst s.l. til fróðleiks.
Fleira var ekki tekið fyrir. Stefnt að næsta vinnufundi 10. október n.k. kl. 11-16. Þá verði farið yfir umsóknir og drög að auglýsingu eftir starfsmanni. Verklagsreglur verði lagðar fram til samþykktar.
Fundi slitið kl. 15.00 /MH