Fundargerð 3. fundar Safnaráðs, að Lyngási 7, Garðabæ,
21. janúar 2002, kl. 13:15.
Viðstaddir voru þau Margrét Hallgrímsdóttir, Þorgeir Ólafsson, Gísli Sverrir Árnason, Karla Kristjánsdóttir og Jóhann Ásmundsson sem ritaði fundargerð. Jón Gunnar Ottósson boðaði forföll.
Dagskrá:
Formaður bauð fundarmenn velkomna. Jóhann Ásmundsson kemur nýr inn sem fulltrúi Félags íslenskra safna og safnmanna, en Sigurjón Baldur Hafsteinsson hefur látið af sér formennsku félagsins og JÁ tekið við.
- Fundargerð síðast fundar borin undir til samþykktar, KK gerði athugasemd við misritun í upphafi fyrri fundargerða, það hefur verið leiðrétt. Fundargerðir samþykktar.
- Reglugerðir.
Nýjar reglugerðir vegna safnalaga nr. 106/2001. ÞÓ fór yfir hvaða lagagreinar nýrra safnalaga kalla á reglugerðir.6. grein segir að höfuðsöfn megi ekki taka við gjöfum sem kvaðir fylgja en þó geti menntamálaráðherra veitt undanþágu frá þessu ákvæði ef sérstök rök mæla með því. Þarna þarf að setja fram reglugerð sem tilgreinir nánar um undanþágu greinarinnar.
7. grein safnalaga fjallar um útlán muna, þar kemur fram að nánari reglur um útlán muna og verka skal setja í reglugerð.
11. grein fjallar um stofnstyrki til safna, þarf að setja verklagsreglur. Hugsanlega rekst þetta ákvæði á við reglur um endurbótasjóð menningarbygginga.
Nokkur umræða varð um útfærslu þessara reglugerða. ÞÓ mun senda nánari drög til nefndarmanna í tölvupósti.
- Úthlutunarreglur safnasjóðs.
MH fór yfir drög byggð á reglum um úthlutun til byggðasafna. Reglugerðin skilgreinir hverjir eiga rétt á rekstrar- og verkefnastyrkjum. Einstaka liðir endurskoðaðir. Gagngerðar breytingartillögur komu fram og mun MH senda endurskoðuðu drögin til nefndarmanna í tölvupósti. Umræður um mat á úthlutunum til einstakra safna frestað til næsta fundar.Formaður óskaði eftir tillögum frá nefndarmönnum í tölvupósti á milli funda. Setja þarf fram skýrar reglur um hverjir eiga rétt á veitingu úr sjóðnum, til hvaða verkefna, að umsóknir séu settar fram á stöðluðu og samræmdu formi og úthlutunar- og matsreglur verði skýrar.
Bent var á ákveðinn galla í nýju safnalögunum, að ekki væri gert ráð fyrir veitingu styrkja til ýmissa verkefna sem heyra undir almenna safnastarfsemi, en í lögunum er eingöngu fjallað um styrki til safna. Það þarf því að kanna hvort hægt sé að víkka út svigrúm Safnaráðs með reglugerð.
- Kynning forstöðumanna og safna á vikomandi fagsviði, var frestað til næsta fundar. JÁ nefndi að Félag íslenskra safna og safnmanna er að taka saman heildarlista yfir söfn á Íslandi þar sem freistað verður að flokka þau niður eftir eðli og starfsemi.
- Umsóknir um styrki úr safnasjóði 2002. MH lagði fram lista yfir umsóknir frá 54 söfnum. Safnasjóður hefur um 58 mkr. til skiptanna. Fundarmenn sammála um að úthlutun fyrir 2002 taki að mestu mið af úthlutunum fyrri ára þar sem ekki verður hægt að úthluta skv. nýrri reglugerð. Hins vegar væri nauðsynlegt að auglýsa eftir styrkumsóknum fyrir 2003 skv. nýjum reglum sem fyrst. Umræðum um úthlutun úr sjóðnum frestað til næsta fundar.
KK fór fram á að fundargerðir, fundarboð og aðrar orsendingar sem fara á milli ráðsmanna verði jafnframt sendar til varamanna.
- Næsti fundur boðaður föstudaginn 21. febrúar í Þjóðminjasafninu kl. 13:00.
- Fundi slitið 15:00/JÁ