Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 kl. 14.00-16.00
Staðsetning fundar: Safnahúsið, Hverfisgötu 

Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir varaformaður, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Inga Lára Baldvinsdóttir og Hlynur Hallsson.  

Fyrir hönd höfuðsafna sátu fundinn: Fyrir Listasafn Íslands: Ingibjörg Jóhannsdóttir; fyrir Þjóðminjasafn Íslands: Harpa Þórsdóttir; fyrir Náttúruminjasafn Íslands: Anna Guðný Ásgeirsdóttir. 

Starfsfólk safnaráðs: Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri sem ritar fundargerð og Klara Þórhallsdóttir.
 

1.   Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi. 
  2. Aðalúthlutun 2024 – kynning. Umsóknafrestur í aðalúthlutun safnasjóðs 2024 var til 1. nóvember síðastliðinn. 147 umsóknir til eins árs bárust að heildarupphæð 297.375.931 kr. Einnig bárust þrjár Öndvegisumsóknir. 49 aðilar sendu inn umsóknir, 42 viðurkennd söfn, 4 félagasamtök, 2 einstaklingar og 1 sjálfseignarstofnun (rekstrarfélag). 
  3. Framkvæmdastjóri kynnti stöðu á skilaskýrslum vegna nýtingu styrkja úr safnasjóði. 
  4. Bréf frá samtökum listasafna var kynnt fundinum. 
  5. Aðgerðaráætlun stefnumörkunar – kynning á útliti bæklings.
  6. Aðalúthlutun 2024 – afhending umsóknargagna, farið var yfir reglur og möguleika á vanhæfi. Þessi liður fundarins var á dagskrá eftir lið 3. Önnur mál og sátu hann Vilhjálmur Bjarnason, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, Helga Lára Þorsteinsdóttir og Inga Lára Baldvinsdóttir ásamt Þóru Björk, framkvæmdastjóra.

2.  Mál til ákvörðunar

  1.  Samþykktar voru þrjár heimsóknarskýrslur vegna eftirlits með viðurkenndum söfnum. 

3.  Önnur mál

  • Framkvæmd verkefnis um viðbragðsáætlanir safna (neyðaráætlanir) var rætt og samþykkt var að fá Nathalie Jacqueminet til að vinna að verkefninu fyrir safnaráð.  
  • Ákvarðaður var fundartími 228. safnaráðsfundar.

 

  Fundi slitið kl. 16:00/ÞBÓ