Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 kl. 14.00-16.00
Staðsetning fundar: Safnahúsið, Hverfisgötu
Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir varaformaður, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Inga Lára Baldvinsdóttir og Hlynur Hallsson.
Fyrir hönd höfuðsafna sátu fundinn: Fyrir Listasafn Íslands: Ingibjörg Jóhannsdóttir; fyrir Þjóðminjasafn Íslands: Harpa Þórsdóttir; fyrir Náttúruminjasafn Íslands: Anna Guðný Ásgeirsdóttir.
Starfsfólk safnaráðs: Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri sem ritar fundargerð og Klara Þórhallsdóttir.
1. Mál til kynningar
- Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.
- Aðalúthlutun 2024 – kynning. Umsóknafrestur í aðalúthlutun safnasjóðs 2024 var til 1. nóvember síðastliðinn. 147 umsóknir til eins árs bárust að heildarupphæð 297.375.931 kr. Einnig bárust þrjár Öndvegisumsóknir. 49 aðilar sendu inn umsóknir, 42 viðurkennd söfn, 4 félagasamtök, 2 einstaklingar og 1 sjálfseignarstofnun (rekstrarfélag).
- Framkvæmdastjóri kynnti stöðu á skilaskýrslum vegna nýtingu styrkja úr safnasjóði.
- Bréf frá samtökum listasafna var kynnt fundinum.
- Aðgerðaráætlun stefnumörkunar – kynning á útliti bæklings.
- Aðalúthlutun 2024 – afhending umsóknargagna, farið var yfir reglur og möguleika á vanhæfi. Þessi liður fundarins var á dagskrá eftir lið 3. Önnur mál og sátu hann Vilhjálmur Bjarnason, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, Helga Lára Þorsteinsdóttir og Inga Lára Baldvinsdóttir ásamt Þóru Björk, framkvæmdastjóra.
2. Mál til ákvörðunar
- Samþykktar voru þrjár heimsóknarskýrslur vegna eftirlits með viðurkenndum söfnum.
3. Önnur mál
- Framkvæmd verkefnis um viðbragðsáætlanir safna (neyðaráætlanir) var rætt og samþykkt var að fá Nathalie Jacqueminet til að vinna að verkefninu fyrir safnaráð.
- Ákvarðaður var fundartími 228. safnaráðsfundar.
Fundi slitið kl. 16:00/ÞBÓ