Miðvikudaginn 7. júní 2023, kl. 13.00-15.00 
Staðsetning: Safnahúsið 

Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir varaformaður, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Inga Lára Baldvinsdóttir og Hlynur Hallsson.  

Fyrir hönd höfuðsafna sátu fundinn: Fyrir Listasafn Íslands: Guðrún Jóna Hilmarsdóttir; fyrir Þjóðminjasafn Íslands: Harpa Þórsdóttir. Náttúruminjasafn Íslands sendi ekki fundarmann. 

Starfsmenn safnaráðs: Klara Þórhallsdóttir sérfræðingur og
Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri sem ritar fundargerð.

1.   Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi. Meðal annars var sagt frá skilum tölfræðigagna um söfn til Hagstofu Íslands og yfirfærslu til Umbru. 
  2. Á 222. fundi var samþykkt breytt fyrirkomulag á eftirliti með skráningarstyrkjum. Fundinum var kynnt uppfært samkomulag vegna eftirlitsins.  
  3. 0Safnaráð, Íslandsdeild ICOM og FÍSOS héldu málþing 16. maí síðastliðinn. Var það haldið í tilefni Alþjóðlega safnadagsins sem hafði að þessu sinni yfirskriftina Söfn, sjálfbærni og vellíðan, sem jafnframt var þema málþingsins. Átta fyrirlestrar voru á málþinginu  og var það vel sótt, en um 50 manns mættu á staðinn og margir fylgdust með einnig á netinu. 
  4. Kynning á íslenskri þýðingu MOI!-verkefnisins, en íslensk útgáfa verður tilbúin til dreifingar og notkunar í haust.  
  5. Kynnt var staða á verkefni um viðbragðsáætlanir safna.Engin mál voru á dagskrá að þessu sinni 

2.  Mál til ákvörðunar

  • Engin mál voru á dagskrá að þessu sinni 

3.  Önnur mál

  • Þrjú önnur mál voru rædd:
    Ákveðið var að senda Kópavogsbæ og Gerðarsafni fyrirspurn vegna stöðu Náttúrufræðistofu Kópavogs og vegna Öndvegisstyrks sem stofan og Gerðarsafn hlutu í sameiningu. 
  • Ákveðið var að breyta upptalningu á viðstöddum fundargestum í fundargerðum safnaráðs. Áfram munu bæði þeir safnaráðsmenn og safnstjórar höfuðsafna sem eru viðstaddir þurfa að undirrita fundargerð. 
  • Harpa Þórsdóttir kynnti væntanlega útgáfu bókar hjá Þjóðminjasafninu, Á elleftu stundu. 

 

Fundi slitið kl. 15:00/ÞBÓ