Miðvikudaginn 7. júní 2023, kl. 13.00-15.00
Staðsetning: Safnahúsið
Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir varaformaður, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Inga Lára Baldvinsdóttir og Hlynur Hallsson.
Fyrir hönd höfuðsafna sátu fundinn: Fyrir Listasafn Íslands: Guðrún Jóna Hilmarsdóttir; fyrir Þjóðminjasafn Íslands: Harpa Þórsdóttir. Náttúruminjasafn Íslands sendi ekki fundarmann.
Starfsmenn safnaráðs: Klara Þórhallsdóttir sérfræðingur og
Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri sem ritar fundargerð.
1. Mál til kynningar
- Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi. Meðal annars var sagt frá skilum tölfræðigagna um söfn til Hagstofu Íslands og yfirfærslu til Umbru.
- Á 222. fundi var samþykkt breytt fyrirkomulag á eftirliti með skráningarstyrkjum. Fundinum var kynnt uppfært samkomulag vegna eftirlitsins.
- 0Safnaráð, Íslandsdeild ICOM og FÍSOS héldu málþing 16. maí síðastliðinn. Var það haldið í tilefni Alþjóðlega safnadagsins sem hafði að þessu sinni yfirskriftina Söfn, sjálfbærni og vellíðan, sem jafnframt var þema málþingsins. Átta fyrirlestrar voru á málþinginu og var það vel sótt, en um 50 manns mættu á staðinn og margir fylgdust með einnig á netinu.
- Kynning á íslenskri þýðingu MOI!-verkefnisins, en íslensk útgáfa verður tilbúin til dreifingar og notkunar í haust.
- Kynnt var staða á verkefni um viðbragðsáætlanir safna.Engin mál voru á dagskrá að þessu sinni
2. Mál til ákvörðunar
- Engin mál voru á dagskrá að þessu sinni
3. Önnur mál
- Þrjú önnur mál voru rædd:
Ákveðið var að senda Kópavogsbæ og Gerðarsafni fyrirspurn vegna stöðu Náttúrufræðistofu Kópavogs og vegna Öndvegisstyrks sem stofan og Gerðarsafn hlutu í sameiningu. - Ákveðið var að breyta upptalningu á viðstöddum fundargestum í fundargerðum safnaráðs. Áfram munu bæði þeir safnaráðsmenn og safnstjórar höfuðsafna sem eru viðstaddir þurfa að undirrita fundargerð.
- Harpa Þórsdóttir kynnti væntanlega útgáfu bókar hjá Þjóðminjasafninu, Á elleftu stundu.
Fundi slitið kl. 15:00/ÞBÓ