Fimmtudaginn 2. mars 2023 kl. 11.00-13.00
Staðsetning: Safnahúsið
Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Hlynur Hallsson, Inga Lára Baldvinsdóttir, Guðrún Jóna Hilmarsdóttir, Ingibjörg Jóhannsdóttir , Hilmar Malmquist, Harpa Þórsdóttir, Klara Þórhallsdóttir sérfræðingur og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri.
1. Mál til kynningar
- Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.
- Úthlutunarboð safnaráðs og menningarráðuneytis var haldið mánudaginn 13. febrúar, en þar afhenti menningarráðherra styrki til styrkþega úr aðalúthlutun safnasjóðs 2023. Heildarstyrkupphæð úr aðalúthlutun safnasjóðs 2023 er 153.010.000 kr. Hefur því alls verið úthlutað 209.510.000 krónum úr safnasjóði árið 2023 með Öndvegisúthlutunum frá 21-23 og 22-24. Styrkir til eins árs voru 101 talsins að heildarupphæð 136.510.000 kr. til 50 styrkþega. Öndvegisstyrkir 2023-2025 til viðurkenndra safna voru fimm talsins og skiptast svo: fyrir árið 2023 kr. 16.500.000, fyrir árið 2024 kr. 21.500.000 og fyrir árið 2025 kr. 11.500.000. Heildarupphæðin fyrir allan styrktímann er 49.500.000 kr. Úthlutanir fyrir árin 2024 og 2025 eru veittar með fyrirvara um fjármögnun safnasjóðs.
- Lokadrög aðgerðaráætlunar kynnt fyrir safnaráði áður en hún fer til umfjöllunar hjá höfuðsöfnum.
- Erindi frá Náttúruminjasafni Íslands.
- Staða Iðnaðarsafnsins á Akureyri rædd.
- Erindi frá Smámunasafni Sverris Hermannssonar, en safninu verður að óbreyttu lokað á næstu dögum.
- Erindi frá Íslenska bænum rætt.
2. Mál til ákvörðunar
- Eftirfylgni heimsóknareftirlits samþykkt.
3. Önnur mál
Þrjú önnur mál voru rædd: Rætt var um skipulag verkefnis um neyðaráætlanir safna; rætt var um eftirfylgni vegna breytinga á húsnæði viðurkenndra safna og var heimsóknarskýrsla vegna eins safns lögð fyrir fundinn og hún samþykkt.
Fundi slitið kl. 13:00/ÞBÓ