Mánudaginn 26. september 2022 – kl. 14.00 – 16.00
Staðsetning: Safnahúsið
Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir (hluta af fundi á Teams), Helga Lára Þorsteinsdóttir, Hlynur Hallsson, Anna G. Björnsdóttir (varamaður Ingu Láru Baldvinsdóttur), Hilmar Malmquist, Þorbjörg Gunnarsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri.
1. Mál til kynningar
- Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi. Rætt m.a. um safnasamning við Myndstef, aðgerðaráætlun vegna Stefnumörkunar, skil á Árlegri skýrslu viðurkenndra safna og þýðingu á MOI! verkefninu.
- Opnað var fyrir umsóknir í aðalúthlutun 2023 í byrjun september og fáar umsóknarfrestur er til kl 16.00. fimmtudaginn 20. Október. Haldinn verður opinn fræðslu- og umræðufundur 6. október næstkomandi.
- Sagt var frá fjárheimildum safnasjóðs eins og þau birtast í fjárlagafrumvarpi 2023.
- Framkvæmdastjóri sótti alheimsþing ICOM en það var haldið í Prag í ágúst, á þinginu var ný safnaskilgreining samþykkt. Íslensk þýðing er í vinnslu, en enska útgáfan er eftirfarandi:
- “A museum is a not-for-profit, permanent institution in the service of society that researches, collects, conserves, interprets and exhibits tangible and intangible heritage. Open to the public, accessible and inclusive, museums foster diversity and sustainability. They operate and communicate ethically, professionally and with the participation of communities, offering varied experiences for education, enjoyment, reflection and knowledge sharing.”
- Farskóli safnmanna var haldinn á Hallormstað nú í september. safnaráð stóð fyrir og tók þátt í nokkrum viðburðum; opnunarboði á miðvikudegi (það sem venjulega tengist úthlutunarboðinu); innleggi á umræðu um nýja safnaskilgreiningu á fimmtudegi og svo var úthlutun viðurkenningarskjala á föstudagsmorgni þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra afhenti styrkþegum viðurkenningarskjöl.
2. Mál til ákvörðunar
- Lið 2.1 var frestað
- Eyðublað fyrir aukaúthlutun úr safnasjóði 2022 var samþykkt, með einum lið viðbættum.
- Rætt var um starfsmannamál safnaráðs
1. Önnur mál
- Af Tækniminjasafni – Rædd voru kaup safnsins á varðveisluhúsi og sagt frá því að í óveðri sem gekk yfir landið laugardaginn 24. september, hafið húsið Angró fallið, en húsið er hluti af framtíðaráætlunum safnsins.
- Rætt um ósk eins safns um undanþágu vegna skiladags verkefnis.
- Helga Lára Þorsteinsdóttir, fulltrúi Íslandsdeildar ICOM vill bóka að hún og félagið taka undir gagnrýni á embættisfærslu ráðherra vegna ráðningar á þjóðminjaverði.
Fundi slitið kl. 16:00/ÞBÓ