Fimmtudaginn 24. febrúar 2022 – kl. 14.00-17.00
Staðsetning: Safnahúsið
Mætt 14-17: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Hlynur Hallsson, Inga Lára Baldvinsdóttir, Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri og Jóhanna Símonardóttir og Áslaug Friðriksdóttir frá Sjá ráðgjöf
Mætt 16-17: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Hlynur Hallsson, Inga Lára Baldvinsdóttir, Harpa Þórsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri
Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir og Hilmar Malmquist komust ekki.
1. Mál til kynningar
- Vinnustofa safnaráðs – aðgerðaráætlun Stefnumörkunar. Fundur hófst kl. 14 á vinnustofu safnaráðs vegna aðgerðaráætlunar stefnumörkunar um safnastarf. Jóhanna Símonardóttir og Áslaug Friðriksdóttir frá Sjá ráðgjöf stýrðu vinnustofunni.
- Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi. Kl. 16.00 bættist Harpa Þórsdóttir við fundinn. M.a. var sagt frá því að Safnaráð fékk allsherjar undanþágu fyrir söfn um fjöldatakmarkanir, en í síðustu útgefnu reglugerð um fjöldatakmarkanir, gleymdist að gera ráð fyrir söfnum.
- Fjárhags- og verkáætlun 2020 var kynnt og er til samþykktar á næsta fundi.
- Sagt var af aðalúthlutun 2022
- Málþing um varðveislumál – Safnaráð, ICOM og FÍSOS hafa verið í samstarfi um málþing og viðburði frá desember 2020 en loks er komið að fyrsta viðburðinum. Það verður málþing um varðveislumál og er dagsetning áætluð 9. maí 2022. Framkvæmdastjóri sagði frá hugmyndinni og hvaða málefni verða tekin fyrir.
2. Mál til ákvörðunar
- Varðveislu- og grisjunarstefna Tækniminjasafns Austurlands á Seyðisfirði var samþykkt, en Þjóðminjasafnið lagði hana fram til samþykktar.
- Frá nýju ráðuneyti menningar og viðskipta – óskað var eftir tillögum og ábendingum sem snerta stefnumótun og áherslur og ræddi safnaráð það.
3. Önnur mál
- Erindi barst frá einu safni um breytingu á nýtingu styrks. Erindinu var hafnað.
Fundi slitið kl. 17.00/ÞBÓ