Þriðjudaginn 23. nóvember – kl. 14.00-16.00
Staðsetning: Safnahúsið og Teams
Viðstödd kl. 14-15: Vilhjálmur Bjarnason, formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir (á Teams), Helga Lára Þorsteinsdóttir, Hlynur Hallsson, Inga Lára Baldvinsdóttir, Hilmar Malmquist, Harpa Þórsdóttir, og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Margrét Hallgrímsdóttir komst ekki.
Viðstödd kl. 15-16, úthlutun aukaúthlutunar úr safnasjóði 2021: Vilhjálmur Bjarnason, formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir (á Teams), Helga Lára Þorsteinsdóttir, Inga Lára Baldvinsdóttir, og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri.
1. Mál til kynningar
- Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi
- Umsókn Listasafns Einars Jónssonar hefur verið samþykkt af mennta- og menningarmálaráðherra. Safninu verður tilkynnt um viðurkenninguna um leið og gögn þess efnis hafa borist skrifstofu safnaráðs. Þýðir þetta að umsóknir safnsins í Aukaúthlutun 2021 eru gildar.
- Byggðasafnið á Garðskaga hefur verið að hluta í rekstri einkahlutafélags í nokkur ár og hefur safnaráð verið í samskiptum við þau sveitarfélög sem eru eigendur safnsins þennan tíma vegna málsins, enda samræmdist rekstrarformið ekki að fullu safnalögum. Safnið hefur ekki sótt um í safnasjóð frá 2016. Nú hefur sveitarfélagið Suðurnesjabær tekið yfir reksturinn að nýju og ráðið tvo hæfa starfsmenn til safnsins. Safnið sendi gögn til safnaráðs vegna þessa, m.a. staðfestingu frá sveitarfélaginu auk upplýsinga um breytingar á starfsemi safnsins og staðfestingu um aðild frá Sarpi. Safnið hyggst sækja um styrki í Aðalúthlutun 2022.
2. Mál til ákvörðunar
- Eftirlit – 3 uppfærðar matsskýrslur samþykktar.
- Á undan þessum lið nr. 2.2, var liður 3. Önnur mál, tekinn fyrir.
Á eftir að umræðu um lið 3. Önnur mál var lokið, gengu þeir af fundi sem ekki geta tekið þátt í tillögugerð fyrir úthlutun. Þennan lið, 2.2 sátu safnaráðsmeðlimirnir Vilhjálmur Bjarnason, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Inga Lára Baldvinsdóttir ásamt Þóru Björk Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra. - Tillaga að úthlutun styrkja úr seinni aukaúthlutun safnasjóðs árið 2021 samþykkt og verður send mennta- og menningarmálaráðherra til endanlegrar ákvörðunar. Við gerð tillögunnar var samkvæmt auglýsingu farið eftir úthlutunarreglum safnasjóðs frá 1.6.2016 og safnalögum nr. 141/2011.
3. Önnur mál
- Sagt frá samantekt vinnustofu um aðgerðaráætlun stefnumörkunar sem var haldin á Farskóla safnmanna
Fundi slitið kl. 15.00/ÞBÓ