Fimmtudaginn 17. desember 2020 kl. 14.00-15.00
Staðsetning: Teams
Viðstödd: Ólafur Kvaran, formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Haraldur Þór Egilsson, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Harpa Þórsdóttir, Hilmar Malmquist, Margrét Hallgrímsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri.
Fundur hófst með árnaðaróskum til Náttúruminjasafns Íslands og Hilmars Malmquist forstöðumanns safnsins vegna ný undirritaðs samnings um framtíðarhúsnæði fyrir safnið á Seltjarnarnesi.
1. Mál til kynningar
- Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi. Meðal annars var sagt frá fræðslufundi umsókna í aðalúthlutun safnasjóðs 2021 og skipun framkvæmdastjóra safnaráðs í verkefnastjórn um Menningarstefnu stjórnvalda til 2030.
- Niðurstöður könnunar um stöðu safna í október 2020. Niðurstaða könnunar um stöðu safna í október 2020 var send mennta- og menningarmálaráðuneyti í byrjun nóvember, auk safnstjóra á landinu.
- Seinni aukaúthlutun úr safnasjóði 2020. Beðið er eftir niðurstöðu ráðherra hvað varðar aukaúthlutun úr safnasjóði 2020.
- Umsóknir í aðalúthlutun safnasjóðs 2021. Lokafrestur umsókna í aðalúthlutun safnasjóðs 2021 var miðvikudaginn 16. desember kl. 16.00. Framkvæmdastjóri kynnti fjölda umsókna, heildarupphæð og áætlaða tímalínu umsóknaferlis.
2. Mál til ákvörðunar
- Stefnumörkun um safnastarf var samþykkt af safnaráði með smávægilegri breytingu. Stefnumörkunin hefur stýrihópur unnið að síðasta árið í samstafi við höfuðsöfnin undir verkefnastjórn Sjá ráðgjafar. Í kjölfar samþykktar verður skjalið sent til mennta- og menningarmálaráðherra til samþykktar, en samkvæmt 7.gr. safnalaga skal það gert.
- Samstarf safnaráðs, ICOM á Íslandi og Félags íslenskra safna og safnmanna um skipulag fræðslu- viðburða og verkefna um safnastarf. Safnaráð samþykkti að formgera samstarf á milli ICOM á Íslandi og FÍSOS, enda er góð reynsla af því af verkefnum þessa árs. Samstarfið mun felast í 1-2 viðburðum eða verkefnum á ári og mun þessi hópur fá fleiri aðila úr safnageiranum að verkefnunum, eftir eðli og umfangi þeirra.
- Beiðni um frest á nýtingu styrks. Samþykktur var frestur á nýtingu eins styrks frá ICOM á Íslandi.
3. Önnur mál
Safnaráði var þakkað fyrir gott og gjöfult samstarf síðustu fjögur ár, en þessi 200. safnaráðsfundur var síðasti fundur þessa safnaráðs. Nýtt safnaráð, skipað 2021-2024 tekur til starfa 1. janúar 2021.
Fundi slitið 15.00/ÞBÓ
Til samþykktar á milli safnaráðsfunda – 21. desember 2020
Safnaráð samþykkti þann 21. desember 2020 með öllum greiddum atkvæðum að verja allt að einni milljón króna í neyðaraðstoð vegna Tækniminjasafns Íslands, en safnið stórskemmdist í aurflóði laugardaginn 19. desember 2020 og stærsti hluti safnkostsins grófst undir aur. Byggist sú aðstoð á eftirlitshlutverki safnaráðs og því fé sem þar er bundið. Stór hluti eftirlitshlutverks safnaráðs er eftirlit með húsakosti safns, aðbúnaði safnkosts, varðveislu gripa og reiknar ráðið með því að féð yrði nýtt í fyrstu viðbrögð á næstu vikum og að féð yrði nýtt í að koma sérfróðum aðilum á staðinn, borga fyrir gistingu og uppihald, kostnað við vinnu þeirra og kostnað við búnað og tæki ef þörf þykir. Aðstoðin yrði skipulögð og unnin með eftirlitsnefnd safnaráðs og í samstarfi við Bláa skjöldinn og jafnvel fleiri aðila á borð við Almannavarnir, Þjóðminjasafnið og Minjastofnun ef svo ber undir.