Þriðjudaginn 10. október 2017 kl 11.00 – 13.00
Staðsetning: Safnahúsinu, Hverfisgötu
Viðstödd: Ólafur Kvaran, formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, varaformaður, Haraldur Þór Egilsson, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir (símleiðis), Álfheiður Ingadóttir, Anna María Urbancic og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri.
0. Samþykkt og undirritun fundargerðar 164. fundar safnaráðs
1. Mál til kynningar
1.1 Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi. Framkvæmdastjóri sagði meðal annars frá fundi sem hún átti með starfsfólki Slots- og Kulturstyrelsen í Kaupmannahöfn.
1.2 Safnasjóður á fjárlögum 2018-2020. Í fjárlagafrumvarpi 2018 er safnasjóður á ný settur inn á sinn eigin fjárlagalið, en í fjárlögum fyrir árið 2017 var hann undir sameinuðum lið. Er safnasjóði úthlutað 138,9 milljónum árið 2018 samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Í frumvarpinu er einnig tekið fram hvað áætlað er að sjóðurinn fái úthlutað á fjárlögum fyrir árin 2019 og 2020 og er það áætluð sama upphæð og 2018.
1.3 Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018 má sjá stefnu og markmið mennta- og menningarmálaráðuneytis í menningarmálum (sjá bls. 302-303) og þar með talið safnastarf. Það skal nýta menningarsjóði til að ná þessum markmiðum, þar með talinn safnasjóð og fagnar ráðið þessari leiðsögn.
1.4 Val á ábyrgðarsöfnum. Mennta- og menningarmálaráðuneytið samþykkti tillögu starfshóps safnaráðs um verklag við val á ábyrgðarsöfnum. Beinir ráðuneytið þeim tilmælum til safnaráðs að hefja vinnu við undirbúning þessa verkefnis í samstarfi við höfuðsöfnin þrjú.
1.5 Framkvæmdastjóri greindi munnlega frá fyrsta fundi vinnuhóps um menntunarhlutverk safna með áherslu á rafræna miðlun.
2. Mál til ákvörðunar
2.1 Tillaga vegna umsókna tveggja stofnana um viðurkenningu samkvæmt safnalögum var samþykkt. Tillaga safnaráðs verður send ráðherra mennta- og menningarmála til endanlegrar ákvörðunar.
2.2 Breytingar á umsóknareyðublöðum vegna aðalúthlutunar samþykktar, opnað verður fyrir umsóknir 15. október næstkomandi.
2.3 Upphæð heildarúthlutunar aukaúthlutunar safnasjóðs 2017 – símenntunarstyrkir til viðurkenndra safna samþykkt.
2.4 Endurskoðuð fjárhagsáætlun safnaráðs 2017 – afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.
3. Önnur mál
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 13.00 / ÞBÓ