Þriðjudaginn 20. júní 2017 kl 11-13
Staðsetning: Safnahúsinu, Hverfisgötu
Viðstödd: Ólafur Kvaran, formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, varaformaður, Haraldur Þór Egilsson, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, Harpa Þórsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Hilmar J. Malmquist var fjarverandi vegna veikinda.
0. Samþykkt og undirritun fundargerðar 162. fundar safnaráðs
1. Mál til kynningar
1.1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.
1.2. Þriðja holl eftirlits var kynnt fyrir ráðinu. Að þessu sinni eru átta söfn á höfuðborgarsvæðinu í eftirliti og verður tilkynning send þeim fyrir sumarfrí. Skil á eyðublöðum safnanna verður í kringum 15. október næstkomandi.
1.3. Árleg skýrsla safna er hluti af eftirliti með viðurkenndum söfnum. Framkvæmdastjóri kynnti nokkrar breytingar sem verða gerðar á skýrslunni í því skyni að einfalda og skýra innsetningu í skýrsluna.
1.4. Ályktun Félags íslenskra safna og safnmanna til mennta- og menningarmálaráðherra vegna úthlutunar úr safnasjóði kynnt fyrir ráðinu.
1.5. Bréf um myndbirtingu í safnmunaskrám sem sent var mennta- og menningarmálaráðherra rætt.
1.6. Samkvæmt tilkynningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Kópavogsbæjar mun starfsemi og safnkostur Tónlistarsafns Íslands í Kópavogi verða flutt til Þjóðminjasafns Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns á grundvelli samkomulags sem Kópavogsbær, söfnin og mennta- og menningarmálaráðuneytið hafa gert með sér. Með þessum hætti er safnkostur safnsins tryggður og sú þekking sem myndast hafði hjá safninu haldið til haga.
2. Mál til ákvörðunar
2.1. Vegna úthlutunar úr safnasjóði: safnaráð samþykkti var að setja á laggirnar vinnuhóp um verklag um styrkveitingar úr safnasjóði. Mun vinnuhópurinn skila minnisblaði til safnaráðs í lok ágúst sem væri haft til hliðsjónar á endurskoðun á verklagsreglunum sem safnaráð þarf að samþykkja á september-fundi sínum. Safnaráð yrði ekki bundið af tillögum hópsins.
2.2. Vegna úthlutunar úr safnasjóði: safnaráð samþykkti að bæta við styrktegund vegna úthlutunar verkefnastyrkja tileinkuðum símenntunarstyrkjum til viðurkenndra safna að hausti, námsskeið/fyrirlesarar og hækka hámarksupphæð umsókna í 300.000 kr.
2.3. Vegna úthlutunar úr safnasjóði: safnaráð samþykkti að umsækjendur um rekstrarstyrki í safnasjóð muni framvegis sækja um einn af þeim fjórum þáttum sem eru tilteknar í úthlutunarreglum safnasjóðs.
2.4. Vegna úthlutunar úr safnasjóði: safnaráð samþykkti eftirfarandi tímalínu fyrir umsóknir í safnasjóð 2018 (gerður er þó sá fyrirvari að dagsetningar geti hnikað til um nokkra daga):
- Opnað fyrir umsóknir í safnasjóð 15. október 2017
- Lokafrestur fyrir umsóknir 15. nóvember 2017
- Matsnefnd fær umsóknir til skoðunar 1. desember 2017
- Fyrsti fundur í síðasta lagi 10. janúar 2018
- Úthlutunarfundur 25. janúar 2018
- Tillaga til ráðherra fyrir 1. febrúar 2018
2.5. Safnaráð samþykkti umsókn frá Gerðarsafni um breytta nýtingu símenntunarstyrks.
2.6. Safnaráð ræddi innhald bréfs til mennta- og menningarmálaráðuneytis vegna viðurkenningu safna og samþykkti að senda það ásamt álitsgerð Áslaugar Björgvinsdóttur, hdl. til ráðuneytisins.
3. Önnur mál
Haraldur Þór Egilsson ljáði máls á því að þörf væri að hafa aðgengilegar lágmarkskröfur safnaráðs til geymsluhúsnæðis. Safnaráð samþykkti að útbúa skjal sem tiltæki lágmarkskröfur til geymsluhúsnæðis og hvað verður að hafa í huga. Yrði skjalið unnið með eftirlitsnefnd safnaráðs og Þjóðminjasafni Íslands.
Margrét Hallgrímsdóttir sagði frá nýútkominni safnastefnu Þjóðminjasafns Íslands á sviði menningarminja, má finna hana hér.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 13.00 / ÞBÓ