04.12.2014 12:00-14:00

í fundarsal á 6. hæð í Þjóðminjasafni Íslands

 Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Haraldur Þór Egilsson, Guðbrandur Benediktsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Anna Lísa Rúnarsdóttir,Halldór Björn Runólfsson og Ágústa Kristófersdóttir framkvst. Forföll: Hilmar J. Malmquist.

Fundargerð 136. fundar undirrituð.

Mál til kynningar

1.       Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi.

2.       Kynning á umsóknum í safnasjóð árið 2015. Alls bárust 38 umsóknir um rekstrarstyrki og 130 umsóknir um verkefnastyrki frá 50 aðilum. Heildarupphæð umsókna um verkefnastyrki er 156.167.846 kr. 

Mál til ákvörðunar

1.       Tillaga að meðferð umsókna í safnasjóð samþykkt. Þeir aðalmenn og varamenn í safnaráði sem teljast vanhæfir við mat á umsóknum munu ekki taka þátt í mati á umsóknum í sjóðinn árið 2015. Varamenn verða boðaðir fyrir HÞE og SBJ. Varamaður GB telst vanhæfur.  Við hverja umsókn er einn ráðsmaður tilnefndur 1. lesari og vegur einkunn hans 30% af lokaeinkunn. Vægi mats annara lesara er 23,3 %. Einkunnum skal skilað á þar tilgerðu blaði til skrifstofu safnaráðs þann 12. janúar 2015.

2.       Drög að erindi safnaráðs til mennta- og menningarmálaráðherra um aðgengi að upplýsingum um safnkost viðurkenndra safna yfirfarin og samþykkt.

3.       Drög að ályktun safnaráðs til viðurkenndra safna í kjölfar rannsóknarmálþings yfirfarin og samþykkt.

4.       Eftirlitshlutverk safnaráðs – verðmat frá tveimur aðilum var skoðað og samþykkt að ganga til samninga við báða um leið og rammi verkefnisins hefur verið ákveðinn við gerð fjárhagsáætlunar.  Nú þegar skal samið við Þjóðminjasafn Íslands um gerð eyðublaðs fyrir eftirlit með húsakosti safna, aðbúnaði safnkosts, varðveislu gripa og öryggismálum.

 Önnur mál:

Næsti almenni fundur safnaráðs verður 15.  janúar, úthlutunarfundur verður 22. janúar. Fleira ekki rætt og fundi slitið 14:30/ÁK