02.10.2014 12:00-14:00. Í fundarsal á 6. hæð í Þjóðminjasafni Íslands

 

Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Haraldur Þór Egilsson, Guðbrandur Benedikstton, Svanfríður Franklínsdóttir í forföllum Halldórs Björns Runsólfssonar og Ágústa Kristófersdóttir framkvst. Anna Lísa Rúnarsdóttir og Hilmar Malmquist boðuðu forföll.

Fundargerð 134. fundar undirrituð.

Mál til kynningar

1.       Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi.

2.       Eftirlitshlutverk safnaráðs: tillaga um útfærslu verði lögð fyrir á næsta fundi ásamt niðurstöðu úr verðkönnun.

3.       Veiting rekstrarstyrkja úr safnasjóði – stefnumótun: tillaga að úthlutunarreglum verði lögð fram til kynningar og umræðu og næsta fundi.

4.       Ákvæði um ábyrgðarsöfn í safnalögum: frestað til næsta fundar.

5.       Fyrirkomulag styrkveitinga úr safnasjóði: tillaga að útfærslu verði lögð fyrir á næsta fundi ástamt niðurstöðu úr verðkönnun.

6.       Heimasíða safnaráðs: haldið verður áfram að móta hugmynd að nýrri síðu og miðað við að hún verði tekin í notkun á árinu 2015.

 

Mál til ákvörðunar

1.       Samþykkt að synja stofnskrá Fischerseturs um staðfestingu vegna ákvæða í 8. gr.

2.       Tillaga til mennta og menningarmálaráðherra að viðurkenningu safna samþykkt.

a.       Iðnaðarsafnið á Akureyri: Samþykkt með fyrirvara um að formaður stjórnar sé ekki einnig forstöðumaður safnsins.

b.      Byggðasafn Dalamanna: Samþykkt án fyrirvara.

c.       Hvalasafnið á Húsavík: Viðurkenning með fyrirvara um að safnið breyti fyrirkomulagi ársreikninga þannig að safnkostur sé ekki tilgreindur meðal þeirra eigna safnsins sem hægt sé að veðsetja enda enda ekki heimilt að ráðstafa safnkosti án samráðs við höfuðsafn í samræmi við 16. gr. safnalaga nr. 141/2011.

d.      Byggðasafn Garðskaga: Samþykkt án fyrirvara

3.       Tilboð frá rannsóknarsetri í safnafræði, samþykkt að biðja um frest til að gefa endanlegt svar. Rætt verði við mögulega samstarfsaðila fyrir næsta fund.

4.       Tillaga að úthlutun úr safnasjóði, til Veiðisafnsins, lögð fram og samþykkt og verður send mennta- og menningarmála til endanlegrar ákvörðunar. Við gerð tillögunnar var samkvæmt auglýsingu farið eftir úthlutunarreglum safnasjóðs frá 18.09.2013 og safnalögum nr. 141/2011.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið 14:00/ÁK