28. ágúst 2014, kl. 12-14. Í fundarsal á 6. hæð í Þjóðminjasafni Íslands

 Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Haraldur Þór Egilsson, Ólöf K. Sigurðardóttir, Anna Lísa Rúnarsdóttir, Halldór Björn Runólfsson, Hilmar Malmquist og Ágústa Kristófersdóttir framkvst.

Fundargerð 133. fundar undirrituð.

Mál til kynningar

1.       Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi.

2.       Eftirlitshlutverk safnaráðs – minnisblað ásamt drögum að útfærslu lagt fram og rætt. Nákvæmari útfærsla verður lögð fyrir næsta fund ásamt niðurstöðum úr könnun á kostnaði. Leitað verður álits á framkvæmdinni hjá Íslandsdeild félags norrænna forvarða.

 Mál til ákvörðunar

1.       Málþing um rannsóknir safna, dagskrá lögð fram og samþykkt.

2.       Málþing um söfn og ferðaþjónustu, samþykkt að leita tilboðs í framkvæmdina hjá Rannsóknarsetri í safnafræði.

3.       Erindi frá Borgarsögusafni, samþykkt að svara erindinu með eftirfarandi hætti:

a.       Nýtt sameinað safn þarf ekki að sækja sérstaklega um viðurkenningu á ný. Það skal þó senda nýja stofnskrá sameinaðs safns til safnaráðs til staðfestingar og einnig skal það senda formlega beiðni um að fá útgefna staðfestingu á viðurkenningu í nafni hins nýja safns.

b.      Í ljósi þess að vinna við mótun nýrra reglna um úthlutun rekstrarstyrkja stendur yfir þá getur ráðið ekki svarað fyrirspurninni að svo stöddu. Umsókn Borgarsögusafns um rekstrarstyrk verður tekin fyrir þegar aðrar umsóknir um rekstrarstyrki verða teknar fyrir.

4.       Erindi frá Forsætisráðuneytinu vegna breytinga á lögum um menningarminjar, samþykkt að safnaráð geri ekki athugasemdir við lögin.

5.       Eftirfrandi tilmæli til safna sem eru sjálfseignarstofnanir samþykkt: söfn sem skilgreind eru sem sjálfseignarstofnanir í stofnskrá skoði lög nr. 33/1999 um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur og lög nr. 19/1988 um sjóði og  stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri  skipulagsskrá og gæti þess að skráning og starfsemi stofunarinnar sé í takti við þau lög sem starfsemin á að fara eftir samkvæmt stofnskrá. Þeim tilmælum skal beint til safna að þau gæti þess að skráning í fyrirtækjaskrá sé í samræmi við þau lög sem safnið starfar eftir.

6.       Tillaga að texta auglýsingar um umsóknir í safnasjóð árið 2015 samþykkt.

7.       Endurupptaka afgreiðslu viðurkenningar Veiðisafnsins, samþykkt að senda ráðherra mennta- og menningarmála tillögu um til að safninu verði veitt viðurkenning með fyrirvara um að það breyti fyrirkomulagi ársreikninga þannig að safnkostur sé ekki tilgreindur meðal þeirra eigna safnsins sem hægt sé að veðsetja enda enda ekki heimilt að ráðstafa safnkosti án samráðs við höfuðsafn í samræmi við 16. gr. safnalaga nr. 141/2011.

 Önnur mál:

1.       Að almennum tilmælum sé beint til viðurkenndra safna að þau tilgreini safnskost ekki meðal þeirra eigna safnsins sem hægt sé að veðsetja enda enda ekki heimilt að ráðstafa safnkosti án samráðs við höfuðsafn í samræmi við 16. gr. safnalaga nr. 141/2011.

2.       Tillaga að að næsti fundur, verði haldinn 25. september frá 12-14.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið 14:00/ÁK