17. september, 12:00-14:00 í Þjóðminjasafni Íslands

Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður, Ragna Árnadóttir, Guðbrandur Benediktsson, Haraldur Þór Egilsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Hilmar Malmquist, og Margrét Hallgrímsdóttir. Halldór Björn Runólfsson var fjarverandi. Ágústa Kristófersdóttir framkvst. boðaði forföll.

1. Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi:

  1. Úthlutunarreglur safnasjóðs hafa nú verið sendar mennta- og menningarmálaráðherra til staðfestingar. Nýtt merki ráðsins var kynnt.

2. Farið yfir drög að verklagi við úthlutun úr safnasjóði. Nýtt verklag samþykkt.

3. Tillaga að nýju umsóknareyðublaði í safnasjóð lögð fram til kynningar.

4. Drög að reglugerð frá mennta- og menningarmálaráðuneyti vegna viðurkenningar safna lögð fram til kynningar. Safnaráð samþykkti að senda fyrirspurn vegna fyrirvara 4.1.b í reglugerðinni til mennta- og menningarmálaráðuneytis.

5. Viðurkenningarferli yfirfarið.

  1.  Viðmið safnaráðs vegna viðurkenningar endurskoðuð og samþykkt.
  2. Sniðmát fyrir umsókn um viðurkenningu samþykkt.
  3. Farið yfir verklag við viðurkenningu.

6. Tímaáætlun vegna úthlutunar úr safnasjóði og viðurkenningar safna kynnt og samþykkt.

7. Staða stefnumótunar safnaráðs kynnt.

8. Tillaga formanns um að hvetja höfuðsöfnin til samstarfs um Handbók um varðveislu safnkosts lögð fram. Safnaráð fjallaði um leiðbeinandi hlutverk höfuðsafna. Samþykkt að hvetja LÍ og NÍ til að fylgja ákvæðum laga um stefnumótun og leiðandi hlutverk.

9. Önnur mál. Formaður lagði fram drög að auglýsingu um starf framkvæmdastjóra safnaráðs sem var samþykkt.

 Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 14:00/GB/ÁK