15. ágúst, 12:00-14:00 í Þjóðminjasafni Íslands

Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður, Ragna Árnadóttir, Haraldur Þór Egilsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Ólöf K. Sigurðardóttir í fjarveru Guðbrands Benediktssonar, Anna Guðný Ásgeirsdóttir í fjarveru Margrétar Hallgrímsdóttur og Ágústa Kristófersdóttir frkvstj. Halldór Björn Runólfsson boðaði forföll.

1.      Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi:

  1. Farið var yfir vinnu á skrifstofu safnaráðs í sumar sem hefur fyrst og fremst snúist um úthlutunarreglur, verklag við úthlutun og stefnumótun.

2.      Farið yfir drög að nýjum úthlutunarreglum safnaráðs. Gerðar voru tillögur um breytingar og samþykkt að endanleg útgáfa verði samþykkt bréfleiðis milli funda. Úthlutunarreglurnar verða því næst sendar mennta- og menningarmálaráðherra til staðfestingar og óskað verður eftir reglugerð um VI kafla safnalaga.

3.      Farið yfir minnisblað um verklag við úthlutun úr safnasjóði. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

4.      Önnur mál:

 

 

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 14:00/ÁK