Íslenski safnadagurinn var fyrst haldinn árið 1997 að frumkvæði safnmanna sjálfra. Markmiðið með deginum er að benda á mikilvægi faglegrar varðveislu og miðlunar sameiginlegra verðmæta þjóðarinnar og þá einstöku leið til lifandi þekkingaröflunar og skemmtunar sem finna má á söfnum.

Nú er íslenski safnadagurinn haldinn með alþjóðlega safnadeginum, sem er 18. maí ár hvert. Markmið alþjóðlega safnadagsins er að kynna og efla safnastarf í heiminum og á hverju ári er sérstök yfirskrift eða þema sem er í forgrunni. Upplýsingar um alþjóðlega safnadaginn má finna á vefsíðu Félags íslenskra safna og safnmanna.

Á alþjóðlega safnadeginum 18. maí 2017 buðu söfn víðsvegar um landið upp á sérstaka dagskrá. Yfirskriftin fyrir árið 2017 var „Söfn og umdeild saga: Að segja það sem ekki má segja í söfnum.“