Þriðjudaginn 26. júní kl. 12.00 – 14.00
Staðsetning: Safnahúsinu, Hverfisgötu.

Viðstödd: Ólafur Kvaran, formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, varaformaður, Haraldur Þór Egilsson (símleiðis), Helga Lára Þorsteinsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, Harpa Þórsdóttir, Hilmar Malmquist og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Sigríður Björk Jónsdóttir komst ekki.

1.     Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.
  2. Umræða um viðbætur við Árlega skýrslu viðurkenndra safna.

2.     Mál til ákvörðunar

  1. 2.gr. úthlutunarreglna safnasjóðs nr. 551/2016 var samþykkt að áhersluefni verkefnastyrkja fyrir næstu aðalúthlutun safnaráðs, 2019 verði eftirfarandi:
    • Börn og ungmenni
    • Samstarfsverkefni, innanlands og utan
    • Stafræn miðlun
  2. Samþykkt var að kalla eftir auknum upplýsingum vegna umsóknar um viðurkenningu safns í viðbót við þau gögn og upplýsingar sem nú er óskað eftir.
    •  Að umsókn um viðurkenningu safns fylgi útfyllt yfirlitsskýrsla (byggð á Árlegri skýrslu viðurkenndra safna).
    • Að umsókn um viðurkenningu safns fylgi upplýsingar og staðfesting um trygg fjárframlög næstu fimm ára sem tryggja grunnrekstur safnsins sem og rekstraráætlun.
    • Að umsókn um viðurkenningu safns fylgi staðfesting frá eiganda og/eða stjórn safns um að óskað er eftir viðurkenningu.

3.     Önnur mál

Engin önnur mál til umræðu.

Fundi slitið kl. 13.10 / ÞBÓ