Fundargerð 12. fundar Safnaráðs, að Lyngási 7, Garðabæ,
17. október 2002, kl. 11:15.

Mættir voru: Margrét  Hallgrímsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Karla Kristjánsdóttir, Gísli Sverrir Árnason og Sigrún Ásta Jónsdóttir. Auður Sigurðardóttir ritaði fundargerð.

MH setti fund og lagði fram fundargerð 11. fundar.

1.         Umsóknir til safnasjóðs vegna ársins 2003.
Farið var yfir umsóknir til safnasjóðs vegna ársins 2003.
Alls hafa 70 umsóknir borist safnasjóði.
Formanni var falið að rita bréf til fjárlaganefndar Alþingis og Menntamálaráðuneytis þar sem gerð er grein fyrir fjölda umsókna og þeirri þörf sem þær endurspegla. Varaformaður safnaráðs, Gísli Sverrir Árnason,  fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga mun óska eftir fundi með fjárlaganefnd.

2.         Auglýsing um starfsmann safnaráðs
Drög að auglýsingu um starfsmann safnaráðs voru lögð fram og verða ný drög send safnaráðsmönnum.

3.         Verklagsreglur
Verklagsreglur verða sendar safnaráðsmönnum og óskað eftir athugasemdum. Ný drög verða lögð fram til samþykktar á næsta fundi.

Fleira var ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 13.45.