Fundargerð 67. fundar Safnaráðs – úthlutunarfundar 2008
8. febrúar, kl. 13:00 – 17:00
Þjóðminjasafni Íslands v. Suðurgötu, 101 Reykjavík
Viðstödd: Margrét Hallgrímsdóttir formaður, Halldór Björn Runólfsson, Helgi Torfason, Karl Rúnar Þórsson, Sveinn Kristinsson, Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir.
1. Kynning á nýju reiknilíkani. Starfandi frkv.stj. kynnti hugmyndir að nýju reiknilíkani sem mögulegan grundvöll að úthlutunum á styrkjum úr Safnasjóði. Reiknilíkanið byggir á launakostnaði safnanna. Kostir og gallar reiknilíkansins voru ræddir.
2. Yfirlit yfir umsóknir í Safnasjóð fyrir 2008. Umsóknir safna ræddar m.t.t. hæfis skv. úthlutunarreglum Safnasjóðs.
3. Áhrif nýs reiknilíkans á umsóknir í Safnasjóð 2008. Starfandi frkv.stj. kynnti útreikninga og helstu áhrif á 39 söfn sem sækja um í Safnasjóð 2008. Samanburður var gerður á upphæð rekstrarstyrkja til safnanna miðað við núverandi reiknilíkan og nýtt reiknilíkan. Áhrif kerfisins skoðuð, rædd og metin. Samþykkt að stefna að því að innleiða nýtt reiknilíkan frá og með árinu 2009, sem ákvarða mun styrkupphæð rekstrarstyrks. Söfnum verður fljótlega sent bréf með upplýsingum um þær forsendur sem nýtt reiknilíkan byggir á og kynningu á markmiðum Safnaráðs með innleiðingu þess. Starfandi frkv.stj. falið að undirbúa slíkt bréf.
4. Rekstrarstyrkir 2008. Ákveðið að úthlutun 2008 verði miðlun milli gildandi viðmiða og nýja reiknilíkansins. Styrkupphæðir rekstrarstyrkja verða ákvarðaðar í samræmi við nýtt reiknilíkan. Söfn sem koma illa út skv. nýju reiknilíkani munu þó fá kost á aðlögun og fá úthlutað rekstrarstyrkjum skv. viðmiðum frá 2007, en styrkþrep verða hækkuð. Starfandi frkv.stj. falið að ganga frá lausum endum og undirbúa endanlega úthlutun á styrkjum til safna á fundi Safnaráðs n.k. fimmtudag.
5. Verkefnastyrkir. Í ljósi fjárveitinga til Safnasjóðs er lítið svigrúm til þess að veita verkefnastyrki en stærsti hluti Safnasjóðs mun í ár fara til úthlutunar rekstarstyrkja. Umræðum og endanlegri ákvörðun um verkefnastyrki frestað til fimmtudagsins 14. febrúar n.k.
6. Frestur á nýtingu verkefnastyrks 2007. Erindi Minjasafns Austurlands. Samþykkt samhljóða.
7. Önnur mál: Fleira var ekki rætt. Næsti fundur Safnaráðs verður haldinn fimmtudaginn 14. febrúar n.k.
Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 16:45/AÞÞ