Fundargerð 2. fundar Safnaráðs, að Lyngási 7, Garðabæ,
7. desember 2001, kl. 11:30.

Viðstaddir voru þau Margrét Hallgrímsdóttir, Þorgeir Ólafsson, Gísli Sverrir Árnason, Álfheiður Ingadóttir og Sigrún Ásta Jónsdóttir, sem ritaði fundargerð.  Ólafur Kvaran boðaði forföll.

Dagskrá:

Formaður bauð fundarmenn velkomna.

 1. Fundargerð síðasta fundar.  Sigurjón Baldur Hafsteinsson var ekki viðstaddur á fundinum en hann ritaði fundargerð 1. fundar safnaráðs.  Sigrún Ásta Jónsdóttir er varamaður Sigurjóns og mun leggja fram fundargerð 1. fundar á næsta fundi safnaráðs.
 1. Hlutverk safnaráðs og framtíðarskipan mála.
  Nokkur umræða varð um hlutverk safnaráðs og framtíðarskipan mála.  Rætt var um fjárveitingar til safnaráðs, vinnulag og reglugerð ráðsins.  Þorgeir mun leggja fram drög að reglugerð á næsta fundi.
 1. Safnasjóður.
  Rætt var um vinnulag við úthlutanir úr safnasjóði og mótun á úthlutunarreglum.  Þjóðminjavörður taldi rétt að ráðsmenn kynntu sér þær reglur sem notaðar voru við úthlutun styrkja til byggðasafna.  Þá er einnig nokkuð skýr rammi í safnalögum.  Lögð var áhersla á góða yfirsýn safnaráðs yfir starfandi söfn á Íslandi og safnalögum nr. 106/2001 er ætlað að ná til.  Var fundarmönnum falið að leggja fram lista yfir söfn á sínu sviði á næsta fundi og kynna starfsemi þeirra almennt fyrir safnaráði.   Í því samhengi er mikilvægt að hugtakið ?safn? sé skilgreint, m.t.t. laganna.  Rætt var um auglýsingu um safnasjóð, sem birtist í Morgunblaðinu nýlega varðandi styrkumsóknir fyrir árið 2002.
  Samþykkt var að þjóðminjavörður geri drög að vinnureglum um úthlutanir úr safnasjóði fyrir næsta fund með hliðsjón af þeim reglum sem giltu um úthlutanir til byggðasafna.
 1. Rætt var um þörf á því að ráða starfsmann safnaráðs.
 2. Rætt var um umsagnarhlutverk safnaráðs.  Fundarmenn voru sammála um að lögð yrði áhersla á þann þátt í starfsemi safnaráðs.

Ákveðið að næsti fundur verði boðaður í janúar 2002 þegar umsóknir liggja fyrir um styrki vegna ársins 2002.

Fleira var ekki rætt og var fundi slitið kl. 13:00/SÁJ