Fundargerð 1. fundar Safnaráðs, að Lyngási 7, Garðabæ,
20. nóvember 2001, kl. 13:15.

Viðstaddir voru þau Margrét Hallgrímsdóttir, Þorgeir Ólafsson, Ólafur Kvaran, Gísli Sverrir Árnason (í síma), Jón Gunnar Ottósson og Sigurjón Baldur Hafsteinsson*, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

Formaður bauð fundarmenn velkomna til starfa. 

 1. Fundarfyrirkomulag.  Rætt var um fundarfyrirkomulag ráðsins og var samþykkt að fastir fundir þess yrðu síðasta fimmtudag í mánuði.  Næsti fundur var boðaður 7. desember 2001.
   
 1. Safnalög og þjóðminjalög.   Reglugerð.  Rætt var um hlutverk og markmið nýrra safnalaga og þjóðminjalaga, sem og þá vinnu sem eftir er við gerð reglugerða fyrir hin nýju lög.   Fundarmenn lýstu því yfir að auðsætt væri að ráðið þyrfti einn starfsmann til að halda utan um starfssvið ráðsins einsog því er lýst í safnalögunum.   Samþykkt var að safnaráð sendi menntamálaráðherra formlegt erindi þess efnis að óskað yrði eftir tillögum ráðuneytis um drög að reglugerð fyrir ráðið
  Rætt var um leyfisveitingar safnaráðsins s.s. til útflutnings menningarverðmæta (sbr. lög þar að lútandi) og einsýnt er að það hlutverk verður að fjalla um í reglugerð um ráðið.
   
 1. Safnasjóður.  Rætt var um þrennt varðandi sjóðinn; vöntun á fjárframlagi í safnasjóð í fjárlögum fyrir árið 2002, hvaðan rekstrarfé ráðsins ætti að koma og loks samsetningu safnasjóðs.
  Rætt var um ástæður þess að safnasjóð vantar í fyrirliggjandi fjárlög fyrir árið 2002.
  Rætt var um heimild ráðsins til að ráðstafa sjóðsfé til rekstrar þess og kom fram að í safnalögunum hefði ráðið ekki slíka heimild.  Rekstur safnaráðs þarf því að koma af sérmerktum fjárlagalið.
  ÞÓ lagði fram minnisblað menntamálaráðherra við fyrirspurn fjárlaganefndar um hvaða fjárlagaliðir skulu renna í safnasjóð.
  Einnig var rætt um nauðsyn þess að safnaráð þyrfti að smíða sér vinnureglur varðandi úthlutun styrkja úr safnasjóði, semog að safnaráð skoðaði eftirlitshlutverk sitt mjög vel.
  Samþykkt var að safnaráð sendi formlega erindi til menntamálaráðherra þar sem vakin er athygli hans á því að safnasjóður er ekki á fjárlögum 2002 og að hann sé hvattur til þess að vekja athygli fjárlaganefndar á þessu.
  Einnig var samþykkt að MH vekji athygli menntamálaráðuneytis á því að safnasjóður verði að stækka frá því sem m.a. gert er ráð fyrir samanber minnisblað frá ráðherra til fjárlaganefndar, þar sem þeim söfnum hefur fjölgað sem nú geta sótt um styrki í safnasjóð.
   
 1. Stefnumótun og safnastefna.  MH gerði grein fyrir þeirri stefnumótunarvinnu sem nú er í gangi á sviði minja- og byggðasafna.   ÓK ræddi um nauðsyn þess að slíkt hið sama yrði gert á sviði listasafna og tóku fundarmenn undir það.
   
 1. Önnur mál.  Auglýsing um styrkveitingar úr safnasjóði.  MH tók að sér að smíða drög að auglýsingu um styrkveitingar úr safnasjóði.

Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið 14:40/SBH

* Sigurjón Baldur Hafsteinsson sat í safnaráði sem fulltrúi Félags íslenskra safna og safnmanna, áður Jóhann Ásmundsson tók við sæti hans.