Mánudaginn 9. október 2023 kl. 13.00-15.00
Staðsetning fundar: Þjóðminjasafnið, Suðurgötu 41 
Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir varaformaður, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Inga Lára Baldvinsdóttir og Hlynur Hallsson.
Fyrir hönd höfuðsafna sátu fundinn: Fyrir Listasafn Íslands: Ingibjörg Jóhannsdóttir; fyrir Þjóðminjasafn Íslands: Harpa Þórsdóttir. Náttúruminjasafn Íslands sendi ekki fundarmann.
Starfsfólk safnaráðs: Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri sem ritar fundargerð.
1. Mál til kynningar
- Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.
 - Kynnt og rædd var fjárheimild safnasjóðs og safnaráðs samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2024.
 - Öll íslensk gögn MOI! verkefnisins eru komin inn á vef safnaráðs. Verður matsramminn kynntur fyrir söfnum á næstu mánuðum.
 - Opnað var fyrir umsóknir í aðalúthlutun safnasjóðs 2024 þann 15. september síðastliðinn og er umsóknafrestur til 1. nóvember. Auglýst hefur verið í Morgunblaðinu og Heimildinni og einnig með Facebook-auglýsingum og minnt verður reglulega á frestinn með tölvupóstum.
 - Rædd næstu skref í aðgerðaráætlun Stefnumörkunar um safnastarfs og kostnaðaráætlun vegna ákveðinna þátta hennar. Verður áætlunin birt og kynnt fljótlega.
 - Rædd var frekar skipulag á samráðsfundi með menningarráðherra.
 - Rætt var svar frá Iðnaðarsafninu vegna erindis er safnaráð sendi safninu í apríl síðastliðinn í kjölfar eftirlits með viðurkenndum söfnum.
 - Rætt var svar frá Kópavogsbæ og safnstjóra Náttúrufræðistofu Kópavogs vegna erindis er safnaráð sendi vegna framtíðar Náttúrufræðistofu Kópavogs.
 
2. Mál til ákvörðunar
- Samþykkt var tímalína aukaúthlutunar 2023. Opnað verður fyrir umsóknir í síðasta lagi 23. október og umsóknafrestur verður til 30. nóvember.
 - Umsókn um viðurkenningu safns barst frá einu safni. Safnaráð sammæltist um tillögu sem verður send menningarráðherra til ákvörðunar.
 - Fjórar eftirlitsskýrslur voru samþykktar. Það eru heimsóknarskýrslur frá Byggðasafninu á Bustarfelli, Minjasafni Austurlands, Byggðasafninu í Skógum og Sagnheimum í Vestmannaeyjum.
 
3. Önnur mál
- Málefni eins viðurkennds safns var rætt og ákvarðaður var fundartími 227. safnaráðsfundar.
 
Fundi slitið kl. 12:30/ÞBÓ