Mánudaginn 5. júlí 2021 – kl. 11.00-13.00
Staðsetning: Safnahúsið og Teams
Viðstödd: Vilhjálmur Bjarnason, formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir (Teams), Helga Lára Þorsteinsdóttir, Hlynur Hallsson (Teams), Inga Lára Baldvinsdóttir, Harpa Þórsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Margrét Hallgrímsdóttir og Hilmar Malmquist komust ekki.
1. Mál til kynningar
- Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi. Meðal annars var rætt um erindi frá Libiu Castro og Ólafi Ólafssyni vegna atburða í Hafnarborg í tengslum við sýningu þeirra.
- Stefnumörkun um safnastarf var samþykkt af mennta- og menningarmálaráðherra í lok júni og var hún einnig kynnt fyrir ríkisstjórn. Í haust verður farið í næstu skref, en það er undirbúningur á aðgerðaráætlun og kynning á Stefnumörkuninni.
2. Mál til ákvörðunar
- Ársskýrsla safnaráðs 2020 var samþykkt.
- Samþykkt var að safnaráð færi í kynningarferð um Austfirði 6. – 8. september næstkomandi. Verða viðurkennd söfn á svæðinu heimsótt.
- Samþykktar voru þrjár heimsóknarskýrslur vegna eftirlits með viðurkenndum söfnum. Eru það skýrslur frá Byggðasafni Árnesinga, Hönnunarsafni Íslands og Listasafni Árnesinga.
3. Önnur mál
Ráðið ræddi um ábyrgðarsöfn.
Fundi slitið kl. 13.00/ÞBÓ