Föstudaginn 1. febrúar 2019, kl. 11.00-13.00
Staðsetning: Safnahúsið
Viðstödd: Ólafur Kvaran, formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, varaformaður, Haraldur Þór Egilsson, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Harpa Þórsdóttir, Hilmar Malmquist, Margrét Hallgrímsdóttir (símleiðis) og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri.
Samþykkt milli safnaráðsfunda
Vegna frestaðs liðs 2.6 frá 178. fundi safnaráðs: Þann 20. desember 2018 samþykkti safnaráð í tölvupósti, svar við bréfi Byggðasafns Skagfirðinga.
1. Mál til kynningar
- Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.
- Í desember síðastliðnum úthlutaði mennta- og menningarmálaráðherra að fenginni umsögn safnaráðs alls 11.512.100 kr. í 43 símenntunarstyrki til 31 viðurkennds safns úr aukaúthlutun safnasjóðs árið 2018. Veittar voru tvær tegundir styrkja, 28 styrkir að tegundinni Símenntun fyrir starfsmenn safns annars vegar, alls 7.645.100 kr. og 15 styrkir tegundinni Námskeið/fyrirlesarar hins vegar, alls 3.867.000 kr. Styrkirnir voru frá 80.000 kr. til 300.000 kr. hver.
- Úthlutunarfundur vegna aðalúthlutunar úr safnasjóði var haldinn föstudaginn 11. janúar 2019 og var tillaga safnaráðs um úthlutun send til mennta- og menningarmálaráðherra vikuna þar á eftir til ákvörðunar. 142 umsóknir um verkefnastyrki bárust frá 50 aðilum og 37 viðurkennd söfn sendu inn rekstrarumsókn.
- Safnaráð samþykkti að stofna vinnuhóp, þar sem unnið verður samhliða að stefnumörkun safnaráðs um safnastarf og safnastefnum Listasafns Íslands og Náttúruminjasafns Íslands. Forstöðumenn höfuðsafnanna eða fulltrúar þeirra skulu taka sæti í vinnuhópnum auk Þóru Bjarkar Ólafsdóttur framkvæmdastjóra safnaráðs, sem verður verkefnastjóri vinnuhópsins. Safnaráð væntir þess að vinnuhópurinn ljúki vinnu sinni fyrir 1. nóvember 2019.
2. Mál til ákvörðunar
- Verkefnaáætlun 2019 var samþykkt.
- Fjárhagsáætlun 2019 var samþykkt
- Safnaráð staðfesti móttöku matsskýrslu eftirlitsnefndar vegna Menningarmiðstöðvar Þingeyinga.
- Samþykkt var að forstöðumenn viðurkenndra safna skuli skila inn til safnaráðs Tilkynningu um breytingu á starfsemi viðurkennds safns ef breyting verður á starfsemi safnsins. Tilkynningin er byggð á umsókn um viðurkenningu safns og á hún bæði að þjóna þeim tilgangi að upplýsa safnaráð um þær breytingar sem snerta skilmála viðurkenndra safna, auk þess að vera söfnum gátlisti um að breytingin uppfylli skilmálana og því hafi ekki áhrif á viðurkenninguna.
3. Önnur mál
- Rætt var um stöðu á þremur viðurkenndum söfnum
- Vorfundur höfuðsafnanna þriggja verður 29. apríl næstkomandi og mun safnaráð vera með Úthlutunarboð safnaráðs í kjölfarið þann dag.
Fundi slitið 13:00 / ÞBÓ