Mánudaginn 19. desember 2016 kl. 15:00-17:00
Fundur í Norræna húsinu og hátíðarmálsverður á Aalto Bistro.
Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Guðbrandur Benediktsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Sigríður Melrós Ólafsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Hilmar J. Malmquist, Margrét Hallgrímsdóttir og Halldór Björn Runólfsson komust ekki.
1. Mál til kynningar
1.1. Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi.
1.2. Endurgreiðsla styrks frá Tónlistarsafni Íslands
1.3. Framkvæmdastjóri kynnti yfirlit yfir stöðu mála hjá safnaráði á þessum síðasta fundi núverandi safnaráðs og lýsti safnaráð yfir ánægju sinni með stöðu mála.
2. Mál til ákvörðunar
Engin mál voru til ákvörðunar
3. Önnur mál
Símtal barst frá fulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytis vegna niðurstöðu þriggja erinda, viðurkenningar safna 2016, úthlutun símenntunarstyrkja til viðurkenndra safna 2016 og skipunar í nýtt safnaráð 2017-2020. Framkvæmdastjóri mun tilkynna niðurstöður til bærra aðila þegar formleg bréf þess efnis berast safnaráði.
Ráðið ræddi fyrirhugaðan flutning skrifstofu safnaráðs, en í janúar 2017 mun safnaráð flytja skrifstofur sínar í Gimli, Lækjargötu 3, 101 Reykjavík.
Þessi 157. fundur ráðsins er jafnframt síðasti fundur núverandi safnaráðs og í tilefni þess þakkaði formaður safnaráðs, ráðinu og framkvæmdastjóra fyrir góð störf og samstarfið á liðnum árum.
Fundi slitið 17:00/ÞBÓ