Þriðjudaginn 25. október 2016 kl: 12:00-14:00 í fundarsal á 6. hæð í Þjóðminjasafni Íslands.
Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Guðbrandur Benediktsson, Haraldur Þór Egilsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Halldór Björn Runólfsson og Hilmar J. Malmquist mættu ekki.
Samþykkt og undirritun fundargerðar 153. og 154. funda safnaráðs.
1. Mál til kynningar
1.1. Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi.
1.2. Aðkoma höfuðsafna að umsögnum á viðurkenningu safna. Umræðu frestað til næsta fundar vegna fjarveru forstöðumanna höfuðsafna.
2. Mál til ákvörðunar
2.1. Tillaga um afgreiðslu umsókna tveggja stofnana um viðurkenningu samkvæmt safnalögum afgreidd. Tillaga safnaráðs verður send ráðherra mennta- og menningarmála til ákvörðunar.
2.2. Safnaráð samþykkti endurskoðaða fjárhagsáætlun safnasjóðs.
2.3. Safnaráð samþykkti ósk Byggðasafnsins Hvols um breytingu á nýtingu styrks.
3. Önnur mál
Aðsetur safnaráðs: hugmynd um flutning skrifstofu safnaráðs var kynnt var fyrir fundinum. Samþykkt var að óska eftir því við ráðherra að fá heimild fyrir flutningi skrifstofu ráðsins og að ganga megi til samninga við leiguaðila.
Vegna umsókna um rekstrarstyrki: eitt af fylgiskjölum umsókna um rekstrarstyrki er fjárhagsáætlun næsta árs. Mörg söfn í eigu sveitarfélaga þurfa ekki að skila fjárhagsáætlun fyrr en í lok desember, í ljósi þess verður þeim söfnum gefinn kostur á að skila drögum að fjárhagsáætlun með umsókninni og endanlegri útgáfu þegar hún liggur fyrir.
Fundi slitið 13:30 / ÞBÓ