12. apríl 2016 kl: 12:00-14:00
í fundarsal á 5. hæð í Þjóðminjasafni Íslands

Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður,  Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Guðbrandur Benediktsson, Haraldur Þór Egilsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Halldór Björn Runólfsson, Hilmar J. Malmquist, Margrét Hallgrímsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri.

 

1.    Mál til kynningar

1.1.    Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi.

1.2.    Drög mennta- og menningarmálaráðuneytis á nýjum úthlutunarreglum safnasjóðs. Helstu breytingar frá núgildandi úthlutunarreglum útskýrðar og drög að nýjum verklagsreglum kynntar. Verklagsreglur verða unnar áfram og frekari drög kynnt á fundi ráðsins í maí næstkomandi.

1.3.    Næsta haust mun safnaráð efna til málþings um söfn og ferðaþjónustu og ákvað safnaráð að setja á stofn vinnuhóp vegna málþingsins. Í vinnuhópnum verða Sif Jóhannesdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, Kristjana Rós Guðjohnsen, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu og einn aðili er ótilnefndur. Frumdrög að tillögu vinnuhóps að málþinginu skulu verða tilbúin fyrir júní-fund safnaráðs.

1.4.    Skýrsla um söfn og ferðaþjónustu var send sex hagsmunaaðilum til umsagnar, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Ferðamálastofu, Íslandsstofu, Þjóðminjasafni Íslands, Listasafni Íslands og Náttúruminjasafni Íslands. Fjórir aðilar hafa skilað umsögnum og von er á umsögn frá einum aðila í viðbót og voru þær kynntar safnaráði. Var samþykkt að senda umsagnirnar til Rannsóknaseturs í safnafræðum sem vann skýrsluna fyrir safnaráð og óskað verður eftir viðbrögðum við þeirri gagnrýni sem fram kemur í umsögnunum.

1.5.    Drög starfshóps safnaráðs að tillögu um fyrirkomulag við val á ábyrgðarsöfnum voru send til mennta- og menningarmálaráðuneytis á síðasta ári, ráðuneytið er með drögin til skoðunar.

1.6.    Tillaga safnaráðs um stefnumótun ráðsins sem fór til umsagnar mennta- og menningarmálaráðuneytis á síðasta ári lögð fram.

 

2.    Mál til ákvörðunar

2.1.    Beiðni frá Sagnheimum um frest á nýtingu verkefnastyrks samþykkt en beiðni um breytingu á nýtingu styrks hafnað.

2.2.    Safnaráð samþykkti að segja upp samningi við núverandi þjónustuaðila á vef safnaráðs og færa í ódýrari lausnir, auk þess að færa öll skil til safnaráðs í sérstakt eyðublaðakerfi. Samþykkt var að vinna áfram að þessari færslu og að leita tilboða í þau kerfi sem myndu henta.

2.3.    Safnaráð samþykkti að standa straum af kostnaði á því að handbók um varðveislu safnkosts verði gefin út sem e-bók til að auðvelda safnmönnum notkun á efninu og leit í bókinni. Kostnaður við verkefnið eru kaup á forriti til verksins auk kostnaðar við umbrot og mun sá kostnaður vera tekinn af því fé sem er áætlað í eftirlit safnaráðs. Safnaráð samþykkir að kaupa forritið og leita tilboða á umbroti fyrir bókina.

 

3.    Önnur mál

Önnur mál ekki rædd.

Fundi slitið 14:10/ÞBÓ