26. janúar 2016 kl: 12:00-14:00
í fundarsal á 6. hæð í Þjóðminjasafni Íslands
Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Haraldur Þór Egilsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Halldór Björn Runólfsson, Hilmar J. Malmquist og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Forföll: Guðbrandur Benediktsson og Margrét Hallgrímsdóttir.
Samþykkt og undirritun fundargerðar 146. fundar safnaráðs.
Mál til kynningar
- Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi.
- Drög að skiptingu útgjalda fyrir árið 2016 kynnt fyrir safnaráði
- Verkáætlun 2016 er í mótun og verður kynnt fyrir næsta fundi.
- Eftirlitshlutverk safnaráðs – Safnaráð er í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands um mótun á eftirlitshlutverki safnaráðs og er forvörslustjóri safnsins, Nathalie Jaqueminet að vinna að verkefninu fyrir hönd safnsins. Hugmyndir að nýju verklagi var kynnt fyrir safnaráði.
- Kostnaðargreining gjalda, kynnt var verklag við skiptingu kostnaðar á rekstri safnaráðs
- Kynning og afhending umsóknargagna í safnasjóð 2016
Mál til ákvörðunar
- Beiðni um frest á vinnslu verkefnis frá Menningarmiðstöð Þingeyinga samþykkt.
- Beiðni um frest á vinnslu verkefnis frá Byggðasafni Dalamanna samþykkt.
- Tillaga um að setja á laggirnar rýnihóp til að fara yfir nýútkomna skýrslu um söfn og ferðaþjónustu samþykkt. Skýrslan verður einnig send til höfuðsafna, ferðaþjónustuaðila og Íslandstofu til umsagnar.
- Fundaráætlun 2016 lögð fram og samþykkt.
Önnur mál: Halldór Björn sagði frá verkefninu Borgum listamönnum og kynnti fyrirlestur í á vegum vinnuhóps um verkefnið sem verður í Safnahúsinu á fimmtudaginn 28. janúar 2016.
Fundi slitið 14:10/ÞBÓ