18.júní 2015 kl: 12-14 í fundarsal á 6. hæð í Þjóðminjasafni Íslands

Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir,  Haraldur Þór Egilsson, Guðbrandur Benediktsson, Margrét Hallgrímsdóttir, Anna María Urbancic í förföllum Halldórs Björn Runólfssonar, og Ágústa Kristófersdóttir framkvst. Forföll: Hilmar J. Malmquist og Sigríður Björk Jónsdóttir,

Samþykkt og undirritun fundargerðar 142.  fundar safnaráðs

Mál til kynningar

1.       Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi, farið yfir stöðu verkefna samkvæmt verkefnaáætlun.

2.       Staða safnasjóðs kynnt og er hún í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.

3.       Staða stefnumótunar safnaráðs kynnt og farið yfri stöðu stefnumótunar hjá höfuðsöfnunum eins og hún var kynnt í skriflegu svari til safnaráðs. Margrét Hallgrímsdóttir gerði athugasemd við þá staðhæfingu í svari frá Náttúruminjasafni Íslands að ekki hefði verið unnið að stefnumótun NMSÍ  þann tíma sem MH gegndi stöðu forstöðumanns, því unnið hefði verið að stefnumótun á þeim tíma.

4.       Greinargerð með niðurstöðum úr könnun á mati á ánægju umsækjenda í safnasjóð kynnt og verður hún birt á heimasíðu ráðsins og send mennta- og menningarmálaráðuneyti til upplýsingar. Brugðist verður við þeim athugasemdum sem komu fram í könnuninni eins og kostur er. Niðurstaða könnunarinnar er að styrkþegar eru almennt ánægðir með þjónustu sjóðsins og fyrirkomulag við úthlutun.

5.       Bréf frá Síldarminjasafni Íslands lagt fram til kynningar.

Mál til ákvörðunar

1.       Vegna vinnu safnaráðs við stefnumótun á sviði safnamála var tillaga samþykk um að framkvæmdastjóra safnaráðs verði falið að vinna drög að efnisyfirliti fyrir safnastefnur höfuðsafnanna sem byggi á safnalögum og þeirri reynslu sem skapast hefur hjá Þjóðminjasafni Íslands við gerð safnastefnu á sviði menningarminja. Framkvæmdastjóri kynnir málið fyrir forstöðumönnum LÍ og NMSÍ á sérstökum fundi.

Önnur mál:

Framkvæmdastjóra í samráði við formann falið að senda mennta- og menningarmálaráðherra erindi varðandi breytt fyrirkomulag á úthlutun stofnstyrkja til viðurkenndra safna. Næsti fundur safnaráðs verður 3. september  Fleira ekki rætt og fundi slitið 14:00/ÁK