15.01.2015 12:00-14:00 í fundarsal á 6. hæð í Þjóðminjasafni Íslands

Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður, Haraldur Þór Egilsson, Guðbrandur Benediktsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Halldór Björn Runólfsson, Hilmar J. Malmquist og Ágústa Kristófersdóttir framkvst. Forföll: Anna Sigríður Kristjánsdóttir og  Anna Lísa Rúnarsdóttir

Fundargerð 136. fundar undirrituð.

Mál til kynningar

1.       Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi.

2.       Umræða um stefnumótun safnaráðs. Sjá frekar í  verkefnaáætlun safnaráðs.

 

Mál til ákvörðunar

1.       Beiðni Síldarminjasafnsins á Siglufirði um frestun á nýtingu styrks samþykkt.

2.       Beiðni Nýlistasafnsins um frest til 1. mars til að uppfylla skilyrði viðurkenningar samþykkt.

3.       Verkefnaáætlun safnaráðs fyrir árið 2015 samþykkt.

4.       Fjárhagsáætlun safnaráðs fyrir árið 2015 samþykkt. Verður send mennta- og menningarmálaráðuneyti til upplýsingar.

Önnur mál:

Næsti almenni fundur safnaráðs verður 5. mars, úthlutunarfundur verður 2. febrúar.  Fleira ekki rætt og fundi slitið 14:30/ÁK