26. janúar 2016 kl: 12:00-14:00
í fundarsal á 6. hæð í Þjóðminjasafni Íslands

Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður,  Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Haraldur Þór Egilsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Halldór Björn Runólfsson, Hilmar J. Malmquist og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Forföll: Guðbrandur Benediktsson og Margrét Hallgrímsdóttir.

Samþykkt og undirritun fundargerðar 146. fundar safnaráðs.

Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi.
  2. Drög að skiptingu útgjalda fyrir árið 2016 kynnt fyrir safnaráði
  3. Verkáætlun 2016 er í mótun og verður kynnt fyrir næsta fundi.
  4. Eftirlitshlutverk safnaráðs – Safnaráð er í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands um mótun á eftirlitshlutverki safnaráðs og er forvörslustjóri safnsins, Nathalie Jaqueminet að vinna að verkefninu fyrir hönd safnsins. Hugmyndir að nýju verklagi var kynnt fyrir safnaráði.
  5. Kostnaðargreining gjalda, kynnt var verklag við skiptingu kostnaðar á rekstri safnaráðs
  6. Kynning og afhending umsóknargagna í safnasjóð 2016

Mál til ákvörðunar

  1. Beiðni um frest á vinnslu verkefnis frá Menningarmiðstöð Þingeyinga samþykkt.
  2. Beiðni um frest á vinnslu verkefnis frá Byggðasafni Dalamanna samþykkt.
  3. Tillaga um að setja á laggirnar rýnihóp til að fara yfir nýútkomna skýrslu um söfn og ferðaþjónustu samþykkt. Skýrslan verður einnig send til höfuðsafna, ferðaþjónustuaðila og Íslandstofu til umsagnar.
  4. Fundaráætlun 2016 lögð fram og samþykkt.

Önnur mál: Halldór Björn sagði frá verkefninu Borgum listamönnum og kynnti fyrirlestur í á vegum vinnuhóps um verkefnið sem verður í Safnahúsinu á fimmtudaginn 28. janúar 2016.

Fundi slitið 14:10/ÞBÓ